Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2022 19:03 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira