Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar