Opið án takmarkana í fyrsta sinn frá opnun Kristín Ólafsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2022 21:25 Ólafur Alexander Ólafsson rekstrarstjóri skemmtistaðarins Auto segir daginn í dag merkisdag fyrir alla sem hafa gaman að því að skemmta sér. Stöð 2 Rekstrarstjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjálæðinga fyrir að hafa opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. Í kvöld verður galopið og nú í fyrsta skipti án samkomutakmarkana. Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Ólafur Alexander Ólafsson, rekstrarstjóri Auto, kveðst spenntur fyrir takmarkalausu djammi. Hann segir að margir hafi kallað þá „brjálæðinga“ síðustu mánuðina, enda hafi þeir opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. „Það er náttúrulega fyndið að pæla í því að þegar við erum að byrja í þessu fyrir um svona ári síðan, þá var náttúrulega tímalínan bara; allir bólusettir í sumar og þetta verður aldrei í gangi í haust. Og það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Ólafur Alexander. Auto opnaði í kjallara Hard Rock við Lækjargötu í október á síðasta ári og Ólafur segir að þeim hafi tekist að halda opnu í um fimm vikur. Síðan hafi þeir lokað staðnum um miðjan nóvember sama ár, en haft opið samkvæmt gildandi takmörkunum síðastliðnar þrjár vikur. „Ég býst bara við því að fólk sé aldeilis tilbúið til að mæta og skemmta sér. Þetta er náttúrulega búið að standa yfir allt of lengi og merkisdagur fyrir alla sem að finnst gaman að skemmta sér. Og ég held að það verði mikið stuð hérna um helgina,“ segir Ólafur Alexander. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Ólafur Alexander Ólafsson, rekstrarstjóri Auto, kveðst spenntur fyrir takmarkalausu djammi. Hann segir að margir hafi kallað þá „brjálæðinga“ síðustu mánuðina, enda hafi þeir opnað skemmtistað í miðjum heimsfaraldri. „Það er náttúrulega fyndið að pæla í því að þegar við erum að byrja í þessu fyrir um svona ári síðan, þá var náttúrulega tímalínan bara; allir bólusettir í sumar og þetta verður aldrei í gangi í haust. Og það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Ólafur Alexander. Auto opnaði í kjallara Hard Rock við Lækjargötu í október á síðasta ári og Ólafur segir að þeim hafi tekist að halda opnu í um fimm vikur. Síðan hafi þeir lokað staðnum um miðjan nóvember sama ár, en haft opið samkvæmt gildandi takmörkunum síðastliðnar þrjár vikur. „Ég býst bara við því að fólk sé aldeilis tilbúið til að mæta og skemmta sér. Þetta er náttúrulega búið að standa yfir allt of lengi og merkisdagur fyrir alla sem að finnst gaman að skemmta sér. Og ég held að það verði mikið stuð hérna um helgina,“ segir Ólafur Alexander.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Húrraveldið stækkar: Opna gluggalausan næturklúbb sem á að breyta leiknum „Það sem við erum að reyna að búa til er tímalaust rými. Þú ert í gluggalausum kjallara, það er bara óendanleiki, þú veist ekkert hvað klukkan er, það eru bara ljós og speglar og reykur og stemning. Þú bara gleymir þér og veist ekkert hvað er í gangi, enda skiptir það engu máli.“ 5. júlí 2021 07:00