Ljóst að er innrás Rússa í Úkraínu mun hafa mikil áhrif á íþróttalíf álfunnar. Nú þegar hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verið færður til Parísar en hann átti að fara fram í St. Pétursborg í Rússlandi.
Nú hefur verið staðfest að West Ham United verður án vængmannsins Andriy Yarmolenko um helgina er liðið mætir Wolves. Þetta staðfesti David Moyes, þjálfari Hamranna í dag.
„Við höfum gefið honum nokkurra daga frí þar sem hann er ekki í góðri stöðu á þessu augnabliki. Ég talaði við hann í gær og hann var í uppnámi, eðlilega. Við vonum bara að fjölskylda hans sé örugg.“
Zinchenko verður til taks ef Manchester City þarf á að halda gegn Everton en Pep Guardiola, þjálfari liðsins, skilur vel að innrásin hafi haft mikil áhrif á Zinchenko.
Hann birti mynd á Instagram-síðu sinni í kjölfar innrásarinnar sem var eytt af stjórnendum samfélagsmiðilsins. Zinchenko var einnig meðal mótmælenda í miðborg Manchester og verður að teljast ólíklegt að hann muni spila um helgina.