Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 14:30 Ketanji Brown Jackson starfar nú við áfrýjunardómstól í Washington D.C. Getty/Tom Williams Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins. Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Ef tilnefningin verður staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hin 51 árs Ketanji Brown Jackson fyrsta svarta konan til að verða skipuð í hæstarétt þar í landi. Hún myndi þá taka sæti frjálslynda hæstaréttardómarans Stephen G. Breyer sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist fara á eftirlaun við lok núverandi tímabils Hæstaréttar sem lýkur í sumar. Að sögn New York Times naut Jackson nokkurs stuðnings Repúblikana þegar Biden tilnefndi hana seinasta sumar sem alríkisdómara við hinn áhrifamikla áfrýjunardómstól í Washington D.C. Skipun hennar myndi ekki hafa áhrif á hugmyndafræðilega stöðu Hæstaréttar þar sem þrír frjálslyndir hæstaréttardómarar sitja nú við hlið sex dómara sem skipaðir voru af Repúblikönum. Það yrði þó í fyrsta sinn sem allir sitjandi hæstaréttardómarar skipaðir af Demókrötum yrðu konur. Aðstoðaði Breyer Jackson fæddist í Washington, D.C., ólst upp í Miami í Flórída og útskrifaðist frá lagadeild Harvard-háskóla, þaðan sem Breyer útskrifaðist sömuleiðis. Hún aðstoðaði dómarann jafnframt á árunum 1999 til 2000. Tilnefning Jackson hefur tvisvar áður verið staðfest í öldungadeildinni. Á seinasta ári kusu þrír Repúblikanar með tilnefningu hennar í áfrýjunardómstólinn í Washington D.C. Það voru öldungadeildarþingmennirnir Susan Collins frá Maine, Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Lisa Murkowski frá Alaska.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent