„Sýnir okkur kannski að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 19:24 Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi málefni Úkraínu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor segir að atburðirnir í Úkraínu sé heimssögulegur viðburður en að Vesturlönd hafi nánast sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira