Þar segir að í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem gefnar voru út af embætti landlæknis á þriðjudag og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19.
„Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð,“ segir í yfirlýsingu á vef spítalans sem undirrituð er af Sigurði E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lækninga, fyrir hönd viðbragðsstjórnar Sjúkrahússins á Akureyri.