Elísabet og Steinar Bragi tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 11:47 Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi. Forlagið Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina. Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að ást, vald og það að vera utangarðs séu á meðal gegnumgangandi stefja í þeim norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru að þessu sinni. „Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Om udregning af rumfang (I, II og III) eftir Solvej Balle. Skáldsaga. Adam i Paradis eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Skáldsaga. Finnland Eunukki eftir Kristinu Carlson. Skáldsaga. Skáldsaga, Otava, 2020. Röda rummet eftir Kaj Korkea-aho. Skáldsaga. Förlaget M, 2021. Færeyjar Sólgarðurin eftir Beini Bergsson. Ljóðabók. Forlagið Eksil, 2021. Grænland Arkhticós Dolorôs eftir Jessie Kleemann. Ljóðabók. Forlaget Arena, 2021. Ísland Truflunin eftir Steinar Braga. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Noregur Dette er G eftir Inghill Johansen. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Samíska málsvæðið Beaivváš mánát eftir Mary Ailonieida Sombán Mari. Ljóðabók. Svíþjóð Löpa varg eftir Kerstin Ekman. Skáldsaga. Albert Bonniers Förlag, 2021. Den dagen den sorgen eftir Jesper Larsson. Skáldsaga. Nirstedt/litteratur, 2021… Álandseyjar Hem eftir Karin Erlandsson. Skáldsaga. Schildts & Söderströms og Bokförlaget F… Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta verður í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent. Bókmenntir Norðurlandaráð Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að ást, vald og það að vera utangarðs séu á meðal gegnumgangandi stefja í þeim norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru að þessu sinni. „Hin sterku bókmenntaverk sem tilnefnd eru í ár einkennast meðal annars af munúð, auk þess sem leyndardómar lostans eru gerðir áþreifanlegir með sögulegri og ljóðrænni nálgun og í lokuðum rýmum. Á meðal viðfangsefna höfundanna tilnefndu eru lífsmynstur í takt við náttúruna, tímaferðalög og fólk sem lifir í einsemd. Bæði í prósa og ofsafenginni ljóðlist. Einnig er fjallað um sársauka norðurslóða og sérstakar landfræðipólitískar kringumstæður, auk breytilegra skilyrða lífsins sem tekið geta á sig óvæntar myndir, sársaukafullar og lágstemmdar,“ segir í tilkynningunni. Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár: Danmörk Om udregning af rumfang (I, II og III) eftir Solvej Balle. Skáldsaga. Adam i Paradis eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Skáldsaga. Finnland Eunukki eftir Kristinu Carlson. Skáldsaga. Skáldsaga, Otava, 2020. Röda rummet eftir Kaj Korkea-aho. Skáldsaga. Förlaget M, 2021. Færeyjar Sólgarðurin eftir Beini Bergsson. Ljóðabók. Forlagið Eksil, 2021. Grænland Arkhticós Dolorôs eftir Jessie Kleemann. Ljóðabók. Forlaget Arena, 2021. Ísland Truflunin eftir Steinar Braga. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Skáldsaga. Forlagið, 2020. Noregur Dette er G eftir Inghill Johansen. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Jente, 1983 eftir Linn Ullmann. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2021. Samíska málsvæðið Beaivváš mánát eftir Mary Ailonieida Sombán Mari. Ljóðabók. Svíþjóð Löpa varg eftir Kerstin Ekman. Skáldsaga. Albert Bonniers Förlag, 2021. Den dagen den sorgen eftir Jesper Larsson. Skáldsaga. Nirstedt/litteratur, 2021… Álandseyjar Hem eftir Karin Erlandsson. Skáldsaga. Schildts & Söderströms og Bokförlaget F… Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta verður í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent.
Bókmenntir Norðurlandaráð Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira