„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:27 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu talaði til Rússa á rússnesku í ávarpinu. Skjáskot Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira