Sagan endalausa í Norðvestur Indriði Ingi Stefánsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar