Forsetinn Volodymyr Zelensky lagði til að lýst yfir neyðarástandi næstu þrjátíu daga frá og með morgundeginum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna.
Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum.
Til stóð að þingið samþykkti neyðarástandið fyrr í dag en þegar þing kom saman hófst umfangsmikil tölvuárás á opinberar stofnanir og fyrirtæki sem leiddi til tafa.
Yfirlýsing neyðarástands kemur í kjölfar yfirlýsingar Vladimir Putin, forseta Rússlands, á sjálfstæði Donetsk og Luhansk héraðanna í Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar hafa ríkt frá árinu 2014.