Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 17:39 Lögreglustjórinn fyrir norðan, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir. Vísir Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Í greinagerðinni kemur einnig fram að lögregla telji sig hafa fengið játningu frá einstaklingi tengdum Páli þar sem viðkomandi gengst við því að hafa dreift efni úr síma Páls til fjölmiðla í fyrra. Þar segir jafnframt að kynferðislegt efni hafi verið á síma Páls. Telur lögregla hugsanlegt að blaðamennirnir hafi dreift efninu með öðrum. Lögregla telur fyrrnefndan einstakling hugsanlega, eins og segir í greinargerðinni, hafa byrlað Páli í ótilgreindu hefndarskyni, tekið síma hans ófrjálsri hendi og komið í hendur blaðamanns. Stundin hefur greinargerð lögreglu undir höndum og fjallar um málið á vef sínum. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður miðilsins, er einn fjögurra blaðamanna sem lögregla segir sakborning í málinu og hefur boðað til skýrslutöku. Aðalsteinn ákvað að láta reyna á rétt sinn og tekist er á um það fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra hvort lögreglu sé heimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Heimildarmaðurinn hafi komið í yfirheyrslu í október Athygli vekur að lögregla skammar blaðamenn í greinargerð sinni fyrir að hafa bæði faglega og fjárhagslega nýtt sér gögn í stað þess að styðja einstaklinginn sem sé mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarskyni. „Lögreglan veit hver heimildarmaðurinn er,“ segir í greinargerðinni. Heimildarmaðurinn hafi komið í yfirheyrslu 5. október. „Í þeirri skýrslutöku viðurkennir X að hafa óskað eftir að fá að skoða síma brotaþola og þegar hann neitaði því kveðst X hafa snöggreiðst og farið fram og náð í svefnlyf sem hann vissi ekki hvaða tegund var og sett út í drykk brotaþola.“ Þá segir: „X viðurkennir að hafa skoðað innihald síma brotaþola og hafa ekki fengið heimild brotaþola til að gera slíkt. Hann viðurkennir líka að hafa afhent fjölmiðlamönnum símann daginn eftir að flogið var með brotaþola í sjúkraflugi til Reykjavíkur.“ Þá segir lögregla ekki ljóst hvort síminn hafi verið afritaður að hluta eða að öllu leyti en að þeir sem afrituðu símann hafi þurft að skoða allt sem í honum var. „Það er ljóst að gögnum úr þessum afritaða síma var dreift á milli fjölmiðlamanna, þ.á.m. hugsanlega kynlífsmyndböndum.” Kallar kenningu lögreglu samsæriskenningu Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, sagði fyrir dómi að lögregla hefði enga staðfestingu eða sönnun um að kynferðislegu efni hafi verið dreift meðal fjölmiðla. Hann fullyrti að Aðalsteinn hafi ekki séð síma Páls eða neitt annað efni heldur en skrifað var um. „Skjólstæðingur minn veit manna best hvað hann gerði og hvað ekki,“ sagði Gunnar Ingi og lýsti hann kenningu lögreglu, að fjölmiðlar hafi dreift kynferðislegu efni sín á milli af símanum, sem samsæriskenningu. Hann sagði að um veiðiferð af hálfu lögreglunnar hafi verið að ræða og dugi ekki til að beita íhlutun í rétt blaðamanna. Málið hefði ekkert að gera með kynlífsmyndbönd heldur væri um þöggunaraðferðir að ræða. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, hafnaði því að lögregla þurfi rökstuddan grun um meint brot til að rannsókn geti hafist og menn verði kallaðir til yfirheyrslu, aðeins einfaldan grun þurfi til þess. Hann fór fram á að kröfunum yrði vísað frá og að dómurinn fallist á það að rannsókn haldi áfram undir stjórn lögreglustjóra. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Lögreglumál Dómsmál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. 21. febrúar 2022 17:34 Mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segja mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði og án þess að þurfa að gera grein fyrir uppruna þeirra. 20. febrúar 2022 16:52 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Í greinagerðinni kemur einnig fram að lögregla telji sig hafa fengið játningu frá einstaklingi tengdum Páli þar sem viðkomandi gengst við því að hafa dreift efni úr síma Páls til fjölmiðla í fyrra. Þar segir jafnframt að kynferðislegt efni hafi verið á síma Páls. Telur lögregla hugsanlegt að blaðamennirnir hafi dreift efninu með öðrum. Lögregla telur fyrrnefndan einstakling hugsanlega, eins og segir í greinargerðinni, hafa byrlað Páli í ótilgreindu hefndarskyni, tekið síma hans ófrjálsri hendi og komið í hendur blaðamanns. Stundin hefur greinargerð lögreglu undir höndum og fjallar um málið á vef sínum. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður miðilsins, er einn fjögurra blaðamanna sem lögregla segir sakborning í málinu og hefur boðað til skýrslutöku. Aðalsteinn ákvað að láta reyna á rétt sinn og tekist er á um það fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra hvort lögreglu sé heimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Heimildarmaðurinn hafi komið í yfirheyrslu í október Athygli vekur að lögregla skammar blaðamenn í greinargerð sinni fyrir að hafa bæði faglega og fjárhagslega nýtt sér gögn í stað þess að styðja einstaklinginn sem sé mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarskyni. „Lögreglan veit hver heimildarmaðurinn er,“ segir í greinargerðinni. Heimildarmaðurinn hafi komið í yfirheyrslu 5. október. „Í þeirri skýrslutöku viðurkennir X að hafa óskað eftir að fá að skoða síma brotaþola og þegar hann neitaði því kveðst X hafa snöggreiðst og farið fram og náð í svefnlyf sem hann vissi ekki hvaða tegund var og sett út í drykk brotaþola.“ Þá segir: „X viðurkennir að hafa skoðað innihald síma brotaþola og hafa ekki fengið heimild brotaþola til að gera slíkt. Hann viðurkennir líka að hafa afhent fjölmiðlamönnum símann daginn eftir að flogið var með brotaþola í sjúkraflugi til Reykjavíkur.“ Þá segir lögregla ekki ljóst hvort síminn hafi verið afritaður að hluta eða að öllu leyti en að þeir sem afrituðu símann hafi þurft að skoða allt sem í honum var. „Það er ljóst að gögnum úr þessum afritaða síma var dreift á milli fjölmiðlamanna, þ.á.m. hugsanlega kynlífsmyndböndum.” Kallar kenningu lögreglu samsæriskenningu Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, sagði fyrir dómi að lögregla hefði enga staðfestingu eða sönnun um að kynferðislegu efni hafi verið dreift meðal fjölmiðla. Hann fullyrti að Aðalsteinn hafi ekki séð síma Páls eða neitt annað efni heldur en skrifað var um. „Skjólstæðingur minn veit manna best hvað hann gerði og hvað ekki,“ sagði Gunnar Ingi og lýsti hann kenningu lögreglu, að fjölmiðlar hafi dreift kynferðislegu efni sín á milli af símanum, sem samsæriskenningu. Hann sagði að um veiðiferð af hálfu lögreglunnar hafi verið að ræða og dugi ekki til að beita íhlutun í rétt blaðamanna. Málið hefði ekkert að gera með kynlífsmyndbönd heldur væri um þöggunaraðferðir að ræða. Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, hafnaði því að lögregla þurfi rökstuddan grun um meint brot til að rannsókn geti hafist og menn verði kallaðir til yfirheyrslu, aðeins einfaldan grun þurfi til þess. Hann fór fram á að kröfunum yrði vísað frá og að dómurinn fallist á það að rannsókn haldi áfram undir stjórn lögreglustjóra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Lögreglumál Dómsmál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. 21. febrúar 2022 17:34 Mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segja mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði og án þess að þurfa að gera grein fyrir uppruna þeirra. 20. febrúar 2022 16:52 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. 21. febrúar 2022 17:34
Mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segja mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði og án þess að þurfa að gera grein fyrir uppruna þeirra. 20. febrúar 2022 16:52
Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent