Þjónusta við fjölskyldur í Garðabæ er mér hjartans mál Stella Stefánsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:31 Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Stella Stefánsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun