Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 11:05 Ekki þarf lengur að staðfesta jákvæða niðurstöðu hraðprófs með PCR. Vísir/Vilhelm Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00