Ríkisstjórnin fundar um afléttingu aðgerða í hádeginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Ríkisstjórnin mun funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða í hádeginu í dag. Willum Þór heilbrigðisráðherra mun þar kynna tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í hádeginu funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða, sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi á föstudag. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira