Er það af því hún er kona? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Harpa Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.
Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun