Jáeindaskanninn bilaði á einkar óheppilegum tíma Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 15:29 Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018. Landspítali Bilun kom upp í jáeindaskanna Landspítalans 15. febrúar og er von á því að hann komist aftur í notkun á föstudag. Þurft hefur að fresta rannsóknum á rúmlega tuttugu sjúklingum vegna þessa. Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Bilunin sjálf stóð yfir í þrjá daga, eða þar til til varahlutur kom til landsins, en hlé á framleiðslu geislavirkra sporefna sem kom beint í kjölfarið tafði gangsetningu. Framleiðslustöðvunin hafði verið skipulögð með miklum fyrirvara til að viðhalda ströngu gæðaeftirliti. Steinunn Erla Thorlacius, deildarstjóri röntgendeildar Landspítalans, segir að bilunin hafi komið á einstaklega óheppilegum tíma. „Þetta þarf að haldast í hendur við þessa lyfjaframleiðslu sem fylgir jáeindaskannanum. Við framleiðum geislavirkt sporefni sem er sprautað í sjúklinginn í gegnum æðakerfið. Lyfið hefur ákveðinn helmingunartíma svo við höfum bara vissan ramma til að keyra rannsóknirnar með þessu geislavirka lyfi þar sem virknin dugar bara í vissan tíma,“ segir Steinunn. Gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu Steinunn segir til skoðunar hvort hægt sé að bæta við rannsóknum og keyra tækið lengur yfir daginn til að vinna á biðlistanum. Í ljósi þess hvað bilunin varði í stuttan tíma er ekki talið að stöðvunin hafi mikil áhrif á meðferð sjúklinga. „Við viljum veita þessum sjúklingahópi sem besta þjónustu og erum að forgangsraða beiðnunum eftir bráðleika,“ bætir hún við. Jáeindaskanninn var tekinn í notkun í desember 2018 og var gjöf frá Íslenskri erfðagreiningu. Skanninn gefur til dæmis mjög nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og dreifingu krabbameina.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Starfsemi jáeindaskannans loks komin á skrið Vonast er til að hægt verði að rannsaka um 1.700 til tvö þúsund sjúklinga á ári í jáeindaskannanum á Landspítalanum. 12. desember 2018 17:24