Stundum eru lausnirnar svo einfaldar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 22. febrúar 2022 15:00 Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar. Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs. Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni. Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Alþingi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar. Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs. Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni. Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun