Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Mikill vatnselgur hefur fylgt óveðrinu. Vísir/Egill Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“ Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“
Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira