Ísak Bergmann einfaldlega skilinn eftir utan hóps | Lék með varaliðinu í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 23:01 Ísak Bergmann í leik varaliðs FC Kaupmannahafnar í dag. FCK Það vakti mikla athygli er Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar er danska úrvalsdeildin í knattspyrnu fór aftur af stað eftir vetrarfrí um helgina. Þjálfari liðsins sagði Ísak Bergmann einfaldlega hafa verið skilinn eftir utan hóps að þessu sinni. FC Kaupmannahöfn vann OB 1-0 í fyrsta leik sínum eftir vetrarfrí en eins og ótrúlegt og það hljómar var enginn Íslendingur á vellinum. Ísak Bergmann var utan hóps hjá FCK líkt og Andri Fannar Baldursson, Orri Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson. Þá er Aron Elís Þrándarson fjarri góðu gamni hjá OB. Jess Thorup, þjálfari Kaupmannahafnarliðsins, sagði í viðtali við danska miðilinn Bold.dk að Ísak Bergmann hefði einfaldlega ekki verið valinn í leikmannahóp liðsins að þessu sinni. Vissulega hefði hann greinst með kórónuveiruna í æfingaferð liðsins og því ekki náð að æfa eins vel og aðrir leikmenn liðsins. Að því sögðu skoraði Ísak Bergmann tvö mörk er FCK lagði Breiðablik 4-3 í síðasta leik liðsins á Atlantic Cup í Portúgal. „Ísak Bergmannhefur gert mjög vel. Hann er að bæta sig mikið dag frá degi og er að taka skref í rétta átt. Samkeppnin í liðinu er mikil og þannig hefur það alltaf verið þegar FCK er upp á sitt besta.“ „Við erum með gott umhverfi þar sem menn læra mikið á hverri æfingu. Við stefnum á að fara langt í Evrópu svo við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda,“ sagði Thorup við Bold.dk en hann var einnig spurður út í fjarveru Akinkunmi Amoo. Dagens reserveligakamp i Farum endte med en 3-0-sejr til @FCNordsjaelland efter 1-0 ved pausen #fcklive https://t.co/fCIlpfCfcz— F.C. København (@FCKobenhavn) February 21, 2022 Sá er líkt og Ísak Bergmann einn af dýrari leikmönnum liðsins. Báðir tveir voru í byrjunarliði varaliðs FCK sem tapaði 3-0 fyrir varaliði FC Nordsjælland í dag. Orri Óskarsson kom inn af varamannabekk FCK í leiknum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
FC Kaupmannahöfn vann OB 1-0 í fyrsta leik sínum eftir vetrarfrí en eins og ótrúlegt og það hljómar var enginn Íslendingur á vellinum. Ísak Bergmann var utan hóps hjá FCK líkt og Andri Fannar Baldursson, Orri Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson. Þá er Aron Elís Þrándarson fjarri góðu gamni hjá OB. Jess Thorup, þjálfari Kaupmannahafnarliðsins, sagði í viðtali við danska miðilinn Bold.dk að Ísak Bergmann hefði einfaldlega ekki verið valinn í leikmannahóp liðsins að þessu sinni. Vissulega hefði hann greinst með kórónuveiruna í æfingaferð liðsins og því ekki náð að æfa eins vel og aðrir leikmenn liðsins. Að því sögðu skoraði Ísak Bergmann tvö mörk er FCK lagði Breiðablik 4-3 í síðasta leik liðsins á Atlantic Cup í Portúgal. „Ísak Bergmannhefur gert mjög vel. Hann er að bæta sig mikið dag frá degi og er að taka skref í rétta átt. Samkeppnin í liðinu er mikil og þannig hefur það alltaf verið þegar FCK er upp á sitt besta.“ „Við erum með gott umhverfi þar sem menn læra mikið á hverri æfingu. Við stefnum á að fara langt í Evrópu svo við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda,“ sagði Thorup við Bold.dk en hann var einnig spurður út í fjarveru Akinkunmi Amoo. Dagens reserveligakamp i Farum endte med en 3-0-sejr til @FCNordsjaelland efter 1-0 ved pausen #fcklive https://t.co/fCIlpfCfcz— F.C. København (@FCKobenhavn) February 21, 2022 Sá er líkt og Ísak Bergmann einn af dýrari leikmönnum liðsins. Báðir tveir voru í byrjunarliði varaliðs FCK sem tapaði 3-0 fyrir varaliði FC Nordsjælland í dag. Orri Óskarsson kom inn af varamannabekk FCK í leiknum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira