Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 16:39 Úkraínskir landamæraverðir við eftirlitsstöð mitt á milli yfirráðasvæðis úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35