Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks efld á almennum vinnumarkaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. febrúar 2022 13:31 Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinnumarkaður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun