Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla.
16 threes.
— NBA (@NBA) February 21, 2022
In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G
Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017.
Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann.
24 points for @KingJames
— NBA (@NBA) February 21, 2022
Game-winner in front of the Cleveland fans
#TeamLeBron remains undefeated (5-0)
LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw
LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar.
Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig.
360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU
— NBA (@NBA) February 21, 2022
Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun.
Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar.
@StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv
— NBA (@NBA) February 21, 2022