Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 22:55 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Bjarni Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36