Það hvessti töluvert í Vestmannaeyjum í gær sem gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Biðlaði lögreglan til Vestmannaeyinga um að vera ekki á ferðinni í gær, enda var nánast ekkert skyggni.
Ekki var hægt að ryðja göturnar í gær vegna skyggnis en starfsmenn bæjarins hafa hafist handa við það núna í morgun. Töluvert er hins vegar af föstum bílum um bæinn sem tefur verkið.
Biðlar lögreglan því aftur til Vestmannaeyinga um að vera ekki á ferðinni svo hægt sé að hreinsa götur bæjarins.