Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 20:50 Valur Guðmundsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Stöð 2 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. Nokkur flugfélög hafa ákveðið að hætta flugi til og frá Úkraínu eftir helgi og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér en vitað er um 24 með tengsl við Ísland í landinu. Spennan á landamærunum magnast en leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu lýstu yfir allsherjar herkvaðningu í dag. „Ég ætla að tala tæpitungulaust. Það er deginum ljósara að ef Rússar ráðast lengra inn í Úkraínu munu Bandaríkin ásamt bandamönnum og vinum leggja verulegar og fordæmalausar viðskiptatakmarkanir á þá,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna í dag. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur ræddi stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ertu sammála þessu að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi á næstu dögum eins og til dæmis bandaríkjaforseti hefur hamrað á undanfarna daga? „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað Pútín gengur til en svo virðist vera sem hann ætli að þvinga fram einhverja niðurstöðu í þessu stríði sem hefur staðið í átta ár, þar sem fjórtán þúsund manns hafa þegar dáið. Einn möguleiki er að gera það með hervaldi, gera einhvers konar takmarkaða innrás og mögulega koma höggi á Úkraínumenn, sem er líklegra en allsherjarinnrás í landið. Eða hann gæti einfaldlega verið að hóta slíku til að þvinga Úkraínumenn til samningaborðsins,“ segir Valur. Hann telur það frekar Pútín í hag að þvinga Úkraínumenn til samninga en að gera innrás. „Stríð er honum ekki í hag og allsherjarstríð alls ekki. Þá segir hann ómögulegt að segja til um það hvernig Pútín metur það, það sé það sem heimbyggðin sé að velta fyrir sér. Stríð kæmi Rússum illa Hvað finnst þér sennilegast? „Við höfum þessi fordæmi frá Georgíu og Krímskaga, hann mun annað hvort lýsa yfir sjálfstæði þessara ríkja eða hóta að gera slíkt, eða ráðast á þá. Pútín hefur oftast haft sans fyrir því hversu langt hann kemst og hversu langt hann getur gengið og allherjarstríð við Úkraínu myndi koma Rússlandi mjög illa. Ekki síst út af viðskiptaþvingunum,“ segir Valur. Hann segir allan vara vera góðan þegar kemur að því að hvetja fólk með tengsl við Ísland til að yfirgefa Úkraínu og að það sé erfitt að segja fólki að hafa engar áhyggjur af stöðunni. Þó sé hæpið að þeir 24 með tengsl við Ísland séu í lífshættu í Úkraínu. Ólíklegt að gripið verði til kjarnorkuvopna Ef allt fer á versta veg erum við þá hugsanlega að tala um að þarna gæti orðið kjarnorkustyrjöld? „Það er nú afskaplega langt í það, það eru eiginlega engar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnun gegn Úkraínu, sem bæði yrði óvinsælt og ef vindáttin blési myndi það heldur betur koma þeim illa. En maður hefur alltaf áhyggjur. Kjarnorkustríð er versti kosturinn, fyrr ætti að prófa allt annað. Vonandi lýkur þessum máli á næstu dögum,“ segir Valur. Þá segir hann að heræfingum Rússa á svæðinu eigi að ljúka á morgun. Annað hvort verði þeir að hörfa eða útskýra hvers vegna þeir gera það ekki. Því sé ögurstund á allra næstu dögum. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nokkur flugfélög hafa ákveðið að hætta flugi til og frá Úkraínu eftir helgi og borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér en vitað er um 24 með tengsl við Ísland í landinu. Spennan á landamærunum magnast en leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu lýstu yfir allsherjar herkvaðningu í dag. „Ég ætla að tala tæpitungulaust. Það er deginum ljósara að ef Rússar ráðast lengra inn í Úkraínu munu Bandaríkin ásamt bandamönnum og vinum leggja verulegar og fordæmalausar viðskiptatakmarkanir á þá,“ sagði Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna í dag. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur ræddi stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ertu sammála þessu að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi á næstu dögum eins og til dæmis bandaríkjaforseti hefur hamrað á undanfarna daga? „Það er ómögulegt að segja nákvæmlega hvað Pútín gengur til en svo virðist vera sem hann ætli að þvinga fram einhverja niðurstöðu í þessu stríði sem hefur staðið í átta ár, þar sem fjórtán þúsund manns hafa þegar dáið. Einn möguleiki er að gera það með hervaldi, gera einhvers konar takmarkaða innrás og mögulega koma höggi á Úkraínumenn, sem er líklegra en allsherjarinnrás í landið. Eða hann gæti einfaldlega verið að hóta slíku til að þvinga Úkraínumenn til samningaborðsins,“ segir Valur. Hann telur það frekar Pútín í hag að þvinga Úkraínumenn til samninga en að gera innrás. „Stríð er honum ekki í hag og allsherjarstríð alls ekki. Þá segir hann ómögulegt að segja til um það hvernig Pútín metur það, það sé það sem heimbyggðin sé að velta fyrir sér. Stríð kæmi Rússum illa Hvað finnst þér sennilegast? „Við höfum þessi fordæmi frá Georgíu og Krímskaga, hann mun annað hvort lýsa yfir sjálfstæði þessara ríkja eða hóta að gera slíkt, eða ráðast á þá. Pútín hefur oftast haft sans fyrir því hversu langt hann kemst og hversu langt hann getur gengið og allherjarstríð við Úkraínu myndi koma Rússlandi mjög illa. Ekki síst út af viðskiptaþvingunum,“ segir Valur. Hann segir allan vara vera góðan þegar kemur að því að hvetja fólk með tengsl við Ísland til að yfirgefa Úkraínu og að það sé erfitt að segja fólki að hafa engar áhyggjur af stöðunni. Þó sé hæpið að þeir 24 með tengsl við Ísland séu í lífshættu í Úkraínu. Ólíklegt að gripið verði til kjarnorkuvopna Ef allt fer á versta veg erum við þá hugsanlega að tala um að þarna gæti orðið kjarnorkustyrjöld? „Það er nú afskaplega langt í það, það eru eiginlega engar líkur á því að Rússar beiti kjarnorkuvopnun gegn Úkraínu, sem bæði yrði óvinsælt og ef vindáttin blési myndi það heldur betur koma þeim illa. En maður hefur alltaf áhyggjur. Kjarnorkustríð er versti kosturinn, fyrr ætti að prófa allt annað. Vonandi lýkur þessum máli á næstu dögum,“ segir Valur. Þá segir hann að heræfingum Rússa á svæðinu eigi að ljúka á morgun. Annað hvort verði þeir að hörfa eða útskýra hvers vegna þeir gera það ekki. Því sé ögurstund á allra næstu dögum.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08 Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20 Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19. febrúar 2022 16:55
Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32
Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. 18. febrúar 2022 23:08
Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu. 18. febrúar 2022 19:20
Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. 18. febrúar 2022 12:03