Styðjum frelsi blaðamanna Alexandra Briem skrifar 19. febrúar 2022 13:02 Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Fjölmiðlar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Sjá meira
Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun