Skellti á Neyðarlínuna í miðju hjartaáfalli Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 21:37 Kristján Kormákur Guðjónsson kann heilbrigðisstarksfólki sínar bestu þakkir. Facebook/Sigtryggur Ari Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi á Neyðarlínuna í byrjun febrúar vegna gruns um að hann væri að fá fyrir hjartað. Hann fór fljótt að efast um þá ákvörðun og skellti á áður en honum var svarað. Grunurinn reyndist hins vegar á rökum reistur og hann hné niður skömmu seinna. Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri og einn eigenda fjölmiðilsins 24 - þínar fréttir, lenti í kröppum dansi þegar hann fékk hjartaáfall í byrjun febrúar. Sjálfur kallar hann hjartaáfallið tognun á hjarta eftir ofkeyrslu í starfi blaðamanns og ritstjóra um árabil. Hann greinir frá þessu í pistli á Facebook-síðu sinni en hann segist hafa stungið niður penna til að þakka starfsfólki Landspítala lífsgjöf. „Amma og afi kenndu mér að maður ætti að þakka fyrir það sem vel er gert. Hvað þá þegar farið er í það að ganga úr skugga um að maður haldist á lífi,“ segir hann í samtali við Vísi. „Heyrðu, ég held að ég sé að fá hjartaáfall“ Kristjón segist hafa verið inni í stofu heima hjá sér þegar hann fór að finna fyrir óþægindum fyrir brjósti og farið að gruna að hann væri að fá hjartaáfall. Því hafi hann sagt „Heyrðu, ég held að ég sé að fá hjartaáfall“ við sambýliskonu sína og hringt á 112. Hún hafi þá spurt hann hvort það gæti verið. „Ég sagði nei, það getur ekki verið og skellti bara á. Samt var ég ennþá með einhver óþægindi fyrir brjóstinu og fór inn á klósett, þá kom þetta af fullum þunga og ég hneig bara niður,“ Sem betur fer var Kristjón ekki einn heima og sambýliskona hans hringdi fljótt á sjúkrabíl. Kristjón segist hafa heyrt í sjúkrabíl örskömmu seinna. „Þá kom þessi týpíska íslenska karlmennska manns, að segja að þess þyrfti ekkert. Þó ég lægi þarna á gólfin emjandi og urrandi af sársauka,“ segir hann kíminn. Hefði getað farið verr Kristjón segir hjartaáfallið ekki hafa verið sérstaklega alvarlegt en að það hafi skipt sköpum hversu fljótir sjúkraliðar voru á vettvang. Ef hann byggi lengra frá slökkviliðsstöðinni í Skógarhlíð eða hefði hann verið einn heima, hefði vel getað farið verr. Þá segir hann að hann hafi fengið góða þjónustu á Landspítalanum þrátt fyrir mikil forföll meðal starfsfólks hans. Honum hafi verið sýnd mikil umhyggja með bros á vör. Starfsfólki hafi verið umhugað um að allt væri á réttri leið og að hann myndi ná bata. Bæði beint í kjölfar hjartaáfallsins og í rannsóknum sem tóku við. „Þau eru gagnrýnd svo mikið þarna að mér fannst við hæfi að þakka fyrir sig,“ segir Kristjón Kormákur. Alltaf í vinnunni Sem áður segir kallar Kristjón hjartaáfallið tognun á hjarta enda segist hann hafa unnið myrkranna á milli síðustu tíu ár í blaðamennsku. „Eins og þú þekkir kannski sjálfur í þessu starfi þá er maður alltaf í vinnunni. Jafnvel eftir að maður kemur heim,“ segir hann við blaðamann, sem er reyndar bara í hlutastarfi. Kristjón Kormákur hefur verið áberandi í blaðamennsku síðast áratuginn eða svo og ritstýrt fjölda miðla, vefmiðlum Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV, Pressunar og nú síðast 24 - Þínar fréttir. Hann segist hafa ákveðið að fara í frí í desember til að slaka almennilega á. „Þá er eins og þegar maður leyfir sér að slaka á þá byrja hin ýmsu einkenni að koma fram. Ég gat séð mörg einkenni til staðar eins og síþreytu, ég bara svaf og svaf og svaf,“ segir hann. Hann telur þetta algengt þegar fólk vinnur og mikið og leyfir sér að fara í frí. Þá segir hann mikið álag fylgja því starfi sem hann hefur gert sér að ævistarfi. „Í þessari stétt sem er ekki hálaunuð og undirmönnuð, orðin meira undirmönnuð með árunum, þar er rosalegt álag á blaðamenn á Íslandi. Svo bætist við lögreglukærur og ýmislegt sem við erum að sjá núna. Þannig þetta er ekki auðveldasta starf í heimi,“ segir Kristjón. Gott að jafna sig fjarri Íslandi Nú er Kristjón staddur í Búdapest í fríi að jafna sig eftir hjartaáfallið. „Það er gott að komast aðeins frá Íslandi af því það eru allir svo reiðir, maður kemst ekkert frá því. Fyrst voru allir reiðir yfir því að það væri að koma stormur og svo var fólk reitt yfir því að stormurinn væri ekki nógu mikill stormur,“ segir hann. Hann segist hafa náð nokkuð góðum bata síðustu daga en nú sé hann að berjast við að fara ekki beint aftur í vinnu. „Ég ætla að gefa mér smá tíma í viðbót, veit ekki hversu langan. En það er alltaf erfitt að sleppa takinu og leyfa sér að vera veikur og jafna sig. Þannig að mitt verkefni er að vera ekki íslenskur hvað þetta varðar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri og einn eigenda fjölmiðilsins 24 - þínar fréttir, lenti í kröppum dansi þegar hann fékk hjartaáfall í byrjun febrúar. Sjálfur kallar hann hjartaáfallið tognun á hjarta eftir ofkeyrslu í starfi blaðamanns og ritstjóra um árabil. Hann greinir frá þessu í pistli á Facebook-síðu sinni en hann segist hafa stungið niður penna til að þakka starfsfólki Landspítala lífsgjöf. „Amma og afi kenndu mér að maður ætti að þakka fyrir það sem vel er gert. Hvað þá þegar farið er í það að ganga úr skugga um að maður haldist á lífi,“ segir hann í samtali við Vísi. „Heyrðu, ég held að ég sé að fá hjartaáfall“ Kristjón segist hafa verið inni í stofu heima hjá sér þegar hann fór að finna fyrir óþægindum fyrir brjósti og farið að gruna að hann væri að fá hjartaáfall. Því hafi hann sagt „Heyrðu, ég held að ég sé að fá hjartaáfall“ við sambýliskonu sína og hringt á 112. Hún hafi þá spurt hann hvort það gæti verið. „Ég sagði nei, það getur ekki verið og skellti bara á. Samt var ég ennþá með einhver óþægindi fyrir brjóstinu og fór inn á klósett, þá kom þetta af fullum þunga og ég hneig bara niður,“ Sem betur fer var Kristjón ekki einn heima og sambýliskona hans hringdi fljótt á sjúkrabíl. Kristjón segist hafa heyrt í sjúkrabíl örskömmu seinna. „Þá kom þessi týpíska íslenska karlmennska manns, að segja að þess þyrfti ekkert. Þó ég lægi þarna á gólfin emjandi og urrandi af sársauka,“ segir hann kíminn. Hefði getað farið verr Kristjón segir hjartaáfallið ekki hafa verið sérstaklega alvarlegt en að það hafi skipt sköpum hversu fljótir sjúkraliðar voru á vettvang. Ef hann byggi lengra frá slökkviliðsstöðinni í Skógarhlíð eða hefði hann verið einn heima, hefði vel getað farið verr. Þá segir hann að hann hafi fengið góða þjónustu á Landspítalanum þrátt fyrir mikil forföll meðal starfsfólks hans. Honum hafi verið sýnd mikil umhyggja með bros á vör. Starfsfólki hafi verið umhugað um að allt væri á réttri leið og að hann myndi ná bata. Bæði beint í kjölfar hjartaáfallsins og í rannsóknum sem tóku við. „Þau eru gagnrýnd svo mikið þarna að mér fannst við hæfi að þakka fyrir sig,“ segir Kristjón Kormákur. Alltaf í vinnunni Sem áður segir kallar Kristjón hjartaáfallið tognun á hjarta enda segist hann hafa unnið myrkranna á milli síðustu tíu ár í blaðamennsku. „Eins og þú þekkir kannski sjálfur í þessu starfi þá er maður alltaf í vinnunni. Jafnvel eftir að maður kemur heim,“ segir hann við blaðamann, sem er reyndar bara í hlutastarfi. Kristjón Kormákur hefur verið áberandi í blaðamennsku síðast áratuginn eða svo og ritstýrt fjölda miðla, vefmiðlum Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV, Pressunar og nú síðast 24 - Þínar fréttir. Hann segist hafa ákveðið að fara í frí í desember til að slaka almennilega á. „Þá er eins og þegar maður leyfir sér að slaka á þá byrja hin ýmsu einkenni að koma fram. Ég gat séð mörg einkenni til staðar eins og síþreytu, ég bara svaf og svaf og svaf,“ segir hann. Hann telur þetta algengt þegar fólk vinnur og mikið og leyfir sér að fara í frí. Þá segir hann mikið álag fylgja því starfi sem hann hefur gert sér að ævistarfi. „Í þessari stétt sem er ekki hálaunuð og undirmönnuð, orðin meira undirmönnuð með árunum, þar er rosalegt álag á blaðamenn á Íslandi. Svo bætist við lögreglukærur og ýmislegt sem við erum að sjá núna. Þannig þetta er ekki auðveldasta starf í heimi,“ segir Kristjón. Gott að jafna sig fjarri Íslandi Nú er Kristjón staddur í Búdapest í fríi að jafna sig eftir hjartaáfallið. „Það er gott að komast aðeins frá Íslandi af því það eru allir svo reiðir, maður kemst ekkert frá því. Fyrst voru allir reiðir yfir því að það væri að koma stormur og svo var fólk reitt yfir því að stormurinn væri ekki nógu mikill stormur,“ segir hann. Hann segist hafa náð nokkuð góðum bata síðustu daga en nú sé hann að berjast við að fara ekki beint aftur í vinnu. „Ég ætla að gefa mér smá tíma í viðbót, veit ekki hversu langan. En það er alltaf erfitt að sleppa takinu og leyfa sér að vera veikur og jafna sig. Þannig að mitt verkefni er að vera ekki íslenskur hvað þetta varðar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent