Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 19:28 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem boðaður hefur verið til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Einn þeirra, Aðalsteinn Kjartansson, tilkynnti í dag að lögmaður hans hefði afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á að skorið sé úr um hvort aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar. Ítarlega útskýringu á ástæðu þess að hann láti reyna á lögmætið má lesa á vef Stundarinnar. Málið má rekja til umfjöllunar Aðalsteins og fleiri um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Farið var yfir málið hér á Vísi á dögunum. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Aðalsteinn segir í pistli sínum á Stundinni að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku á þeim grundvelli að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn ákvæðum hegningarlaganna sem fjalla um friðhelgi einkalífs. Hann segir eðlilegt að lögregla rannsaki glæpi og að þeir sem telja á sér hafa verið brotið leiti réttar sinns. Með kröfugerð sinni geri hann enga kröfu um að lögregla víki frá lögum um störf sín. „Þvert á móti hef ég, eins og aðrir blaðamenn, haldið þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu á lofti að farið verði að lögum,“ segir hann. Hann fer nokkuð ítarlega yfir þær reglur sem gilda um kröfur og skyldur sem settar eru á blaðamenn. Óumdeilt að málið varði almannahagsmuni „Ég brýt til dæmis lög með því að gefa upplýsingar sem gætu varpað ljósi á heimildarmenn sem treysta mér fyrir mikilvægum gögnum eða upplýsingum. Alveg sama hvort það kunni að vera uppi aðstæður þar sem það væri þægilegra fyrir mig persónulega að svara spurningum, af eða á, varðandi heimildir eða gögn,“ segir Aðalsteinn. Þá fer hann yfir ákvæði almennra hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í þeim segir að það varði fangelsisrefsingu að brjóta gegn friðhelgi einkalífs fólks með því að afla sér gagna og upplýsinga og segja frá þeim, varði það ekki almannahagsmuni. „Þegar kemur að umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja leikur enginn vafi á að upplýsingarnar vörðuðu almannahagsmuni. Það hefur enginn dregið erindið í efa,“ segir Aðalsteinn. Ríkið ítrekað brotið eigin lög Aðalsteinn segir íslenska ríkið ítrekað hafa brotið eigin lög gagnvart blaðamönnum, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest. Dómstóllinn hafi reyndar oft þurft að skera úr um aðgerðir ríkja gagnvart blaðamönnum. „Hann hefur til að mynda slegið á fingur ríkja sem setja blaðamenn á sakamannabekk fyrir að vinna vinnuna sína. Bara sú aðgerð, þó ekki fylgi ákæra og dómur, er sögð af dómnum hafa áhrif á rétt almennings til upplýsinga,“ segir hann. Hefur ekkert með hans persónu að gera Aðalsteinn segist vilja fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi eystra standist landslög sem og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda vilji hann að farið sé að lögum og ekki sé vikið frá þeim. Því hafi lögmaður hans lagt inn kæru, í samræmi við lög um meðferð sakamála, þar sem þess er að krafist að skorið verði úr um lögmæti aðgerðanna. „Sú afstaða hefur ekkert með mína persónu að gera eða að ég telji mig ekki þurfa að fara eftir lögum. Þvert á móti vil ég tryggja að farið sé eftir lögum og fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist þau,“ segir Aðalsteinn Kjartansson að lokum. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Einn þeirra, Aðalsteinn Kjartansson, tilkynnti í dag að lögmaður hans hefði afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á að skorið sé úr um hvort aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar. Ítarlega útskýringu á ástæðu þess að hann láti reyna á lögmætið má lesa á vef Stundarinnar. Málið má rekja til umfjöllunar Aðalsteins og fleiri um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Farið var yfir málið hér á Vísi á dögunum. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Aðalsteinn segir í pistli sínum á Stundinni að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku á þeim grundvelli að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn ákvæðum hegningarlaganna sem fjalla um friðhelgi einkalífs. Hann segir eðlilegt að lögregla rannsaki glæpi og að þeir sem telja á sér hafa verið brotið leiti réttar sinns. Með kröfugerð sinni geri hann enga kröfu um að lögregla víki frá lögum um störf sín. „Þvert á móti hef ég, eins og aðrir blaðamenn, haldið þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu á lofti að farið verði að lögum,“ segir hann. Hann fer nokkuð ítarlega yfir þær reglur sem gilda um kröfur og skyldur sem settar eru á blaðamenn. Óumdeilt að málið varði almannahagsmuni „Ég brýt til dæmis lög með því að gefa upplýsingar sem gætu varpað ljósi á heimildarmenn sem treysta mér fyrir mikilvægum gögnum eða upplýsingum. Alveg sama hvort það kunni að vera uppi aðstæður þar sem það væri þægilegra fyrir mig persónulega að svara spurningum, af eða á, varðandi heimildir eða gögn,“ segir Aðalsteinn. Þá fer hann yfir ákvæði almennra hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í þeim segir að það varði fangelsisrefsingu að brjóta gegn friðhelgi einkalífs fólks með því að afla sér gagna og upplýsinga og segja frá þeim, varði það ekki almannahagsmuni. „Þegar kemur að umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja leikur enginn vafi á að upplýsingarnar vörðuðu almannahagsmuni. Það hefur enginn dregið erindið í efa,“ segir Aðalsteinn. Ríkið ítrekað brotið eigin lög Aðalsteinn segir íslenska ríkið ítrekað hafa brotið eigin lög gagnvart blaðamönnum, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest. Dómstóllinn hafi reyndar oft þurft að skera úr um aðgerðir ríkja gagnvart blaðamönnum. „Hann hefur til að mynda slegið á fingur ríkja sem setja blaðamenn á sakamannabekk fyrir að vinna vinnuna sína. Bara sú aðgerð, þó ekki fylgi ákæra og dómur, er sögð af dómnum hafa áhrif á rétt almennings til upplýsinga,“ segir hann. Hefur ekkert með hans persónu að gera Aðalsteinn segist vilja fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi eystra standist landslög sem og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda vilji hann að farið sé að lögum og ekki sé vikið frá þeim. Því hafi lögmaður hans lagt inn kæru, í samræmi við lög um meðferð sakamála, þar sem þess er að krafist að skorið verði úr um lögmæti aðgerðanna. „Sú afstaða hefur ekkert með mína persónu að gera eða að ég telji mig ekki þurfa að fara eftir lögum. Þvert á móti vil ég tryggja að farið sé eftir lögum og fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist þau,“ segir Aðalsteinn Kjartansson að lokum.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira