Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 19:28 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem boðaður hefur verið til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Einn þeirra, Aðalsteinn Kjartansson, tilkynnti í dag að lögmaður hans hefði afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á að skorið sé úr um hvort aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar. Ítarlega útskýringu á ástæðu þess að hann láti reyna á lögmætið má lesa á vef Stundarinnar. Málið má rekja til umfjöllunar Aðalsteins og fleiri um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Farið var yfir málið hér á Vísi á dögunum. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Aðalsteinn segir í pistli sínum á Stundinni að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku á þeim grundvelli að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn ákvæðum hegningarlaganna sem fjalla um friðhelgi einkalífs. Hann segir eðlilegt að lögregla rannsaki glæpi og að þeir sem telja á sér hafa verið brotið leiti réttar sinns. Með kröfugerð sinni geri hann enga kröfu um að lögregla víki frá lögum um störf sín. „Þvert á móti hef ég, eins og aðrir blaðamenn, haldið þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu á lofti að farið verði að lögum,“ segir hann. Hann fer nokkuð ítarlega yfir þær reglur sem gilda um kröfur og skyldur sem settar eru á blaðamenn. Óumdeilt að málið varði almannahagsmuni „Ég brýt til dæmis lög með því að gefa upplýsingar sem gætu varpað ljósi á heimildarmenn sem treysta mér fyrir mikilvægum gögnum eða upplýsingum. Alveg sama hvort það kunni að vera uppi aðstæður þar sem það væri þægilegra fyrir mig persónulega að svara spurningum, af eða á, varðandi heimildir eða gögn,“ segir Aðalsteinn. Þá fer hann yfir ákvæði almennra hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í þeim segir að það varði fangelsisrefsingu að brjóta gegn friðhelgi einkalífs fólks með því að afla sér gagna og upplýsinga og segja frá þeim, varði það ekki almannahagsmuni. „Þegar kemur að umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja leikur enginn vafi á að upplýsingarnar vörðuðu almannahagsmuni. Það hefur enginn dregið erindið í efa,“ segir Aðalsteinn. Ríkið ítrekað brotið eigin lög Aðalsteinn segir íslenska ríkið ítrekað hafa brotið eigin lög gagnvart blaðamönnum, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest. Dómstóllinn hafi reyndar oft þurft að skera úr um aðgerðir ríkja gagnvart blaðamönnum. „Hann hefur til að mynda slegið á fingur ríkja sem setja blaðamenn á sakamannabekk fyrir að vinna vinnuna sína. Bara sú aðgerð, þó ekki fylgi ákæra og dómur, er sögð af dómnum hafa áhrif á rétt almennings til upplýsinga,“ segir hann. Hefur ekkert með hans persónu að gera Aðalsteinn segist vilja fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi eystra standist landslög sem og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda vilji hann að farið sé að lögum og ekki sé vikið frá þeim. Því hafi lögmaður hans lagt inn kæru, í samræmi við lög um meðferð sakamála, þar sem þess er að krafist að skorið verði úr um lögmæti aðgerðanna. „Sú afstaða hefur ekkert með mína persónu að gera eða að ég telji mig ekki þurfa að fara eftir lögum. Þvert á móti vil ég tryggja að farið sé eftir lögum og fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist þau,“ segir Aðalsteinn Kjartansson að lokum. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga fyrir að boða fjóra blaðamenn til yfirheyrslu í tengslum við fréttaumfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Einn þeirra, Aðalsteinn Kjartansson, tilkynnti í dag að lögmaður hans hefði afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á að skorið sé úr um hvort aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar. Ítarlega útskýringu á ástæðu þess að hann láti reyna á lögmætið má lesa á vef Stundarinnar. Málið má rekja til umfjöllunar Aðalsteins og fleiri um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Farið var yfir málið hér á Vísi á dögunum. Eins og fram hefur komið hefur Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, boðað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu. Þeir hafa stöðu sakbornings í því máli sem til rannsóknar er. Aðalsteinn segir í pistli sínum á Stundinni að hann hafi verið boðaður í skýrslutöku á þeim grundvelli að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn ákvæðum hegningarlaganna sem fjalla um friðhelgi einkalífs. Hann segir eðlilegt að lögregla rannsaki glæpi og að þeir sem telja á sér hafa verið brotið leiti réttar sinns. Með kröfugerð sinni geri hann enga kröfu um að lögregla víki frá lögum um störf sín. „Þvert á móti hef ég, eins og aðrir blaðamenn, haldið þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu á lofti að farið verði að lögum,“ segir hann. Hann fer nokkuð ítarlega yfir þær reglur sem gilda um kröfur og skyldur sem settar eru á blaðamenn. Óumdeilt að málið varði almannahagsmuni „Ég brýt til dæmis lög með því að gefa upplýsingar sem gætu varpað ljósi á heimildarmenn sem treysta mér fyrir mikilvægum gögnum eða upplýsingum. Alveg sama hvort það kunni að vera uppi aðstæður þar sem það væri þægilegra fyrir mig persónulega að svara spurningum, af eða á, varðandi heimildir eða gögn,“ segir Aðalsteinn. Þá fer hann yfir ákvæði almennra hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í þeim segir að það varði fangelsisrefsingu að brjóta gegn friðhelgi einkalífs fólks með því að afla sér gagna og upplýsinga og segja frá þeim, varði það ekki almannahagsmuni. „Þegar kemur að umfjöllun um „skæruliðadeild“ Samherja leikur enginn vafi á að upplýsingarnar vörðuðu almannahagsmuni. Það hefur enginn dregið erindið í efa,“ segir Aðalsteinn. Ríkið ítrekað brotið eigin lög Aðalsteinn segir íslenska ríkið ítrekað hafa brotið eigin lög gagnvart blaðamönnum, líkt og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest. Dómstóllinn hafi reyndar oft þurft að skera úr um aðgerðir ríkja gagnvart blaðamönnum. „Hann hefur til að mynda slegið á fingur ríkja sem setja blaðamenn á sakamannabekk fyrir að vinna vinnuna sína. Bara sú aðgerð, þó ekki fylgi ákæra og dómur, er sögð af dómnum hafa áhrif á rétt almennings til upplýsinga,“ segir hann. Hefur ekkert með hans persónu að gera Aðalsteinn segist vilja fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi eystra standist landslög sem og Mannréttindasáttmála Evrópu, enda vilji hann að farið sé að lögum og ekki sé vikið frá þeim. Því hafi lögmaður hans lagt inn kæru, í samræmi við lög um meðferð sakamála, þar sem þess er að krafist að skorið verði úr um lögmæti aðgerðanna. „Sú afstaða hefur ekkert með mína persónu að gera eða að ég telji mig ekki þurfa að fara eftir lögum. Þvert á móti vil ég tryggja að farið sé eftir lögum og fá úr því skorið hvort aðgerðir lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist þau,“ segir Aðalsteinn Kjartansson að lokum.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira