Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:35 Frá Donetsk í Úkraínu. Verið er að flytja íbúa til Rússlands. AP/Alexei Alexandrov Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum. Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59