Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík Sæbjörn Steinke skrifar 17. febrúar 2022 22:59 Arnar Guðjónsson segir að KR-ingar eigi það til að hópast að dómurunum þegar illa gengur. Vísir/Bára „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn