Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík Sæbjörn Steinke skrifar 17. febrúar 2022 22:59 Arnar Guðjónsson segir að KR-ingar eigi það til að hópast að dómurunum þegar illa gengur. Vísir/Bára „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira