Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 20:46 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. „Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Fleiri fréttir Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
„Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Fleiri fréttir Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04