Kristrún ferðast um landið og útilokar ekki formannsframboð Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 21:00 Kristrún segir húsnæðismálin ekki síður úrlausnarefni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Uppgangur í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum hafi til dæmis skapað húsnæðisskort á svæðinu. FB síða Kristrúnar Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík er á ferð um landið til að kynna sig og kanna þau málefni sem efst eru á baugi. Hún útilokar ekki framboð til formanns en segir það ekki ástæðu ferða hennar. Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Það er ekki algengt að þingmenn Reykjavíkur auglýsi fundaferð um landið eins og Kristrún Frostadóttir gerir nú fjórum mánuðum eftir kosningar undir slagorðinu Samræða um framtíðina. Hún var kjörin í fyrsta skipti á Alþingi fyrir Reykjavík suður í síðustu kosningum og telja margir að hún sé framtíðar formannsefni. „Mér finnst það frekar merkilegt að maður þurfi að vera á leiðinni í formannsframboð til að hafa áhuga á að fara út á land og tala við fólk. Þetta er eitthvað sem ég ákvað að gera í rauninni um leið og ég settist inn á þing. Að eiga milliliðalaust samtal við almenning í landinu,“ segir Kristrún. Við hittum á þingkonuna þar sem hún var stödd á Ísafirði en hún hafði þá þegar lagt suðurfirðina að baki en Samfylkingin á ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi. Hún segir allt öðruvísi að tala við fólk nú en í miðri kosningabaráttu. Kristrún segir áhugavert hvað mörg úrlausnarefnin væru svipuð á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu eins og húsnæðisskortur á sunnaverðum Vestfjörðum. Ástand samgangna á Vestfjörðum skæri sig hins vegar úr. Þar væri mikilla úrbóta þörf. „Að keyra á þessum árstíma á þessu svæði er náttúrlega ótrúlegt. Þetta var nákvæmlega það sem ég var að leitast eftir í þessari ferð. Að fara hér svo til ein á bíl, í heimagistingu hjá fólkinu á svæðinu og eiga þessi samtöl og upplifa bara brotabrot á eigin skinni hver veruleiki fólks er,“ segir Kristrún. Í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar flokkinn eiga öflugt lið til forystu. „Við verðum með landsfund í október. Þá kemur í ljós hvernig við teflum okkar forystu fram.“ Ætlar þú að halda áfram? „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en bara í sumar,“ sagði Logi í Kryddsíldinni. Kristrún segist þakklát fyrir að sumir sjái hana sem formannsefni. „En á þessum tímapunkti er bara of snemmt að segja til um svoleiðis áform. Það eru tíu mánuðir í landsfund. Ég er búin að vera á þingi í nokkra mánuði. Þannig að þetta er einhver ákvörðun sem ég þarf að taka síðar meir,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01 Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00 Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. 15. janúar 2022 19:01
Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. 2. desember 2021 13:00
Kristrún spilaði á harmonikkuna fyrir Heimi Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, gerði sér lítið fyrir og greip í harmonikkuna í setti hjá Heimi Má á kosningakvöldi Stöðvar 2. 26. september 2021 01:02