Helgi upplýsir um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins sé óraunsæ. Hann segir hana líkjast hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað.
„Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins,“ segir Helgi Áss.