Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:57 Starfshópur um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ var skipaður af rektor í mars í fyrra. Vísir/Baldur Hrafnkell Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. Þetta eru niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Skýrslan er dagsett 28. júní 2021 en var ekki birt á vef Háskólans fyrr en í gær. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir nýjar rannsóknir á mögulegum áhættuþáttum spilavanda, sem hafa sýnt tengsl milli depurðar, kvíða og streitu annars vegar og spilavanda hins vegar. Þá hafa rannsóknir sýnt að spilavandi hafi ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur alla fjölskylduna en birtingamyndin sé til dæmis erfið samskipti, heilsufarsvandamál og fjárhagserfiðleikar. „Almennt má segja að niðurstöður flestra rannsókna hér á landi sýni að spilakassar, póker og þátttaka í peningaspilum á erlendum vefsíðum hafi sterkari tengsl við spilavanda en aðrar gerðir peningaspila, bæði meðal unglinga og fullorðinna,“ segir í skýrslunni. Þetta komi ekki á óvart þar sem erlendar rannsóknir bendi til þess að peningaspil sem byggjast á samfelldri spilamennsku með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga séu frekar ánetjandi en önnur peningaspil. „Þessir eiginleikar spila eru mest áberandi í spilakössum og sýna niðurstöður flestallra rannsókna á bæði fullorðnum og unglingum að spilakassar eru vinsælasta peningaspilið meðal þeirra sem eiga við spilafíkn/spilavanda að stríða hér á landi.“ Erlendar rannsóknir bendi til þess að sá hópur sem eigi við spilavanda að stríða standi undir allt að 60 prósent af tekjum spilakassa. Snýst ekki bara um hvort heldur hvernig Í skýrslunni er farið yfir sögu tekjuöflunar HHÍ og hvernig HHÍ hefur frá stofnun fjármagnað nær allar byggingar skólans. Ljós sé að tekjur HHÍ séu mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ en einnig sé ljóst að viðhorf almennings til spilakassa sé neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði háværari. Þá er greint frá niðurstöðum könnunar Samtaka áhugafólks um spilafíkn frá 2020, þar sem í ljós kom að 86 prósent þjóðarinnar vildu banna rekstur spilakassa og 71 prósent sagðist vera ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Starfshópurinn segir í skýrslunni að það sé erfitt að skera úr um það með afgerandi hætti hvort HÍ ætti að standa að rekstri spilakassa en það útiloki ekki að skólinn ræði hvernig sé réttlætanlegt að standa að rekstrinum. „Þótt spurningin um það hvort reka eigi spilakassa sé torleyst, er þó óhætt að segja að ámælisvert væri að beita ekki öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja ábyrga spilun og grípa tafarlaust til slíkra aðgerða. Vandséð er að samkeppnissjónarmið og mögulegt tekjutap dugi sem rök til að slá þeim á frest,“ segir í skýrslunni. „Þótt enn séu uppi andstæð sjónarmið um hvort rekstur spilakassa falli ómögulega að hlutverki háskóla þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.“ Skýrsla starfshópsins. Háskólar Fíkn Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þetta eru niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Skýrslan er dagsett 28. júní 2021 en var ekki birt á vef Háskólans fyrr en í gær. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir nýjar rannsóknir á mögulegum áhættuþáttum spilavanda, sem hafa sýnt tengsl milli depurðar, kvíða og streitu annars vegar og spilavanda hins vegar. Þá hafa rannsóknir sýnt að spilavandi hafi ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur alla fjölskylduna en birtingamyndin sé til dæmis erfið samskipti, heilsufarsvandamál og fjárhagserfiðleikar. „Almennt má segja að niðurstöður flestra rannsókna hér á landi sýni að spilakassar, póker og þátttaka í peningaspilum á erlendum vefsíðum hafi sterkari tengsl við spilavanda en aðrar gerðir peningaspila, bæði meðal unglinga og fullorðinna,“ segir í skýrslunni. Þetta komi ekki á óvart þar sem erlendar rannsóknir bendi til þess að peningaspil sem byggjast á samfelldri spilamennsku með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga séu frekar ánetjandi en önnur peningaspil. „Þessir eiginleikar spila eru mest áberandi í spilakössum og sýna niðurstöður flestallra rannsókna á bæði fullorðnum og unglingum að spilakassar eru vinsælasta peningaspilið meðal þeirra sem eiga við spilafíkn/spilavanda að stríða hér á landi.“ Erlendar rannsóknir bendi til þess að sá hópur sem eigi við spilavanda að stríða standi undir allt að 60 prósent af tekjum spilakassa. Snýst ekki bara um hvort heldur hvernig Í skýrslunni er farið yfir sögu tekjuöflunar HHÍ og hvernig HHÍ hefur frá stofnun fjármagnað nær allar byggingar skólans. Ljós sé að tekjur HHÍ séu mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ en einnig sé ljóst að viðhorf almennings til spilakassa sé neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði háværari. Þá er greint frá niðurstöðum könnunar Samtaka áhugafólks um spilafíkn frá 2020, þar sem í ljós kom að 86 prósent þjóðarinnar vildu banna rekstur spilakassa og 71 prósent sagðist vera ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Starfshópurinn segir í skýrslunni að það sé erfitt að skera úr um það með afgerandi hætti hvort HÍ ætti að standa að rekstri spilakassa en það útiloki ekki að skólinn ræði hvernig sé réttlætanlegt að standa að rekstrinum. „Þótt spurningin um það hvort reka eigi spilakassa sé torleyst, er þó óhætt að segja að ámælisvert væri að beita ekki öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja ábyrga spilun og grípa tafarlaust til slíkra aðgerða. Vandséð er að samkeppnissjónarmið og mögulegt tekjutap dugi sem rök til að slá þeim á frest,“ segir í skýrslunni. „Þótt enn séu uppi andstæð sjónarmið um hvort rekstur spilakassa falli ómögulega að hlutverki háskóla þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.“ Skýrsla starfshópsins.
Háskólar Fíkn Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06