„Þetta er áskorun og við munum leggja enn harðar að okkur síðustu dagana fyrir keppni og leggja allt í sölurnar til að framkvæma atriðið eins og við viljum hafa það!“
segir Már Gunnarsson. Hann vonar að Ísold jafni sig skjótt og nái fullum bata. Þau munu keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu sem fer fram þann 26. febrúar með laginu Don’t You Know en ásamt því að flytja lagið, sömdu þau bæði lagið og textann.
Nafnið Amarosis er þeim mjög kært en það kemur frá sjaldgæfa augnsjúkdómnum Leber Congenital Amaurosis sem Már fæddist með.