Í tilefni umræðu um skólasund Salvör Nordal skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Grunnskólar Sund Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar