Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Fyrir þingkosningar síðasta haust settu Sósíalistar fram stefnu sína í sjávarútvegsmálum þar sem kom fram að flokkurinn vildi leggja af kvótakerfið. Sósíalistar bentu á að kvótakerfið, sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana, hefði þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings. Kerfið hefur brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum að hann ógnar lýðræðinu og frelsi almennings. Sósíalistaflokkurinn hefur því þá stefnu að leggja niður þetta kerfi og byggja réttlátari umgjörð utan um fiskveiðar og vinnslu. Ný umgjörð þarf að reisa við það sem kvótakerfið braut niður og brjóta upp þá auðhringi sem kvótakerfið bjó til. Fiskimiðin eru almenningur Fyrir kosningar bentu Sósíalistar á að útfærsla landhelginnar og yfirráð landsmanna yfir auðlindum sjávar var forsenda þess að hér byggðist upp öflugt samfélag. Þorskastríðin sem landsmenn háðu á síðustu öld voru hin eiginlega sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar. Með sigri í þeim var sjálfstæði landsins tryggt og grunnurinn lagður að efnahagslegri uppbyggingu. Yfirráð yfir fiskimiðunum var forsenda fyrir því að hér væri hægt að byggja upp trausta innviði og grunnkerfi samfélagsins og forsenda þess að hægt væri að stefna að almennri velferð og velsæld. Sannfæring almennings um mikilvægi þessara markmiða tryggði samstöðu landsmanna í þorskastríðunum og samstaðan tryggði sigur. Þær kynslóðir sem háðu þorskastríðin börðust ekki til þess að fáum áratugum seinna væru fiskimiðin færð í hendur örfárra en lokuð öllum öðrum landsmönnum. Það var ekki markmið almennings að hrekja stórútgerðir annarra þjóða af miðunum til þess eins að þau yrði eign örfárra fjölskyldna og arðurinn rynni fyrst og fremst til örfárra auðkýfinga. Markmiðið var að Íslendingar nýttu fiskimiðin til að byggja hér upp öflugar byggðir, sterk samfélög og blómlegt mannlíf. Sósíalistar bentu á að landsmenn skuldi þeim kynslóðum sem unnu þorskastríðin að leiðrétta þessi rangindi. Og við skuldum komandi kynslóðum að skila þeim frumburðarrétti þeirra, auðlindunum sem eiga að vera sameign fólksins í landinu og nýttar í þágu samfélagsins alls. Íslenskt samfélag er ekki fullvalda þegar fiskimiðin eru undir yfirráðum örfárra. Sósíalistar hvöttu landsmenn til að hefja fjórða þorskastríðið sem fyrst, baráttu til að endurheimta fiskimiðin kringum landið úr höndum auðkýfinga. Auðhringir brotnir upp Sósíalistar bentu á að kvótakerfið hefur búið til lokað, ófrjálst spillingarkerfi stórútgerða sem verður að brjóta upp. Stærstu útgerðirnar ráða yfir of stórum hluta veiðanna og þær stjórna allri virðiskeðjunni, allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til afurðin er seld erlendis. Margsinnis hafa komið fram vísbendingar um að þessi kerfi séu notuð til að skilja sem minnst af arðinum eftir hér heima og fela sem stærstan hluta hans í aflöndum. Sósíalistaflokkurinn lagði til takmarkanir á umfang stórútgerða svo stærstu útgerðirnar verði brotnar upp langsum, að þær verði að kljúfa sig upp í tvö eða fleiri félög. Þetta var lagt til svo draga mætti úr ægivaldi stórútgerðanna yfir byggðunum og til að tryggja fjölbreytileika og nýliðun. Sambærilegt hefur verið gert við fyrirtæki víða erlendis sem vaxið hafa svo að þau ógni samkeppni og lýðræði. Sósíalistar lögðu líka til að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin yrðu brotin upp þversum, þannig að sama fyrirtækið geti ekki veitt fiskinn og selt sjálfu sér aflann, unnið fiskinn og selt sjálfu sér afurðirnar og selt síðan sjálfu sér afurðirnar í útlöndum og falið þar gróðann. Víða um heim hefur verið gripið til slíkra aðgerða. Í raun er staðan sú að nánast óhugsandi er að stórútgerðin kæmist upp með að eigna sér alla virðiskeðjuna í nágrannalöndum okkar. Kvótakerfið bjó til ógnarauð, ekki síst þegar leyfi var gefið til að veðsetja veiðiheimildir ókominna ára. Sá auður var notaður til að mylja undir örfá fyrirtæki megnið af aflaheimildunum og síðan til að brjóta undir sig fyrirtæki í óskyldum greinum og í öðrum löndum. Þetta ógnarvald auðs og valda hefur sýnt sig að vera skaðvaldur í samfélaginu. Og ekki bara hérlendis heldur víða um heim. Það er því eðlileg sjálfsvörn almennings að brjóta þessi fyrirtæki upp. Ísland er einfaldlega of lítið fyrir fyrirtæki af þessari stærð. Ef við tökum dæmi af Samherja, sem er stærsta og voldugasta stórútgerðin, þá myndi það verða klofið upp vegna stærðar sinnar langsum og þversum vegna þess að það drottnar yfir allri virðiskeðjunni. Yfirgangur og frekja þessa fyrirtækis ætti ekki að koma neinum á óvart. Þegar stórfyrirtækjum er leyft að vaxa samfélaginu yfir höfuð þá verða þau að skaðvaldi og það ber að bregðast við þeim sem slíkum. Það er löngu tímabært að þjóðin sýni Samherja hver hefur völdin. Þjóðinni færð eign sín Sósíalistaflokkurinn lagði til að bundið verði í stjórnarskrá að fiskveiðiauðlindin sé eign þjóðarinnar og að þjóðin ákveði sjálf hvernig nýtingu hennar er háttað. Flokkurinn lagði til fiskiþing í hverjum landshluta þar sem sjómenn, fiskverkafólk og almenningur allur settist niður og mótaði fiskveiðistefnuna til lengri tíma. Til að losna við yfirgang útgerða og annarra hagsmunaaðila færi best á því að notað yrði slembival til að velja fulltrúa á þessi þing, annað hvort að öllu leyti eða að stærstu leyti. Samkvæmt tillögu Sósíalista gætu Fiskiþingin kallað eftir upplýsingum og skýrslum sérfræðinga, kallað eftir rannsóknum á áhrifum kvótakerfisins á ólíkar byggðir og stéttir, metið hagræn, vistvæn og félagsleg áhrif mismunandi aðferða við stjórn fiskveiða og sótt allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar þykja. Ekkert segir að öll fiskiþingin þurfi að komast að sömu niðurstöðu og hvert þeirra þarf ekki að leggja til eina lausn. Niðurstaðan getur orðið dagakerfi, aflamark, leiga heimilda eða uppbygging samvinnufélaga, frjálsar handfæraveiðar eða hvað svo sem þingfulltrúar telji að muni nýta afl auðlindanna best svo þær geti byggt upp blómlegt atvinnulíf. Kvótakerfinu lokað Sósíalistar vilja loka kvótakerfinu strax og taka upp dagakerfi fyrir togara og báta þar til fiskiþingin hafa mótað framtíðarstefnu. Það er mikilvægt að höggva strax á aflamarkskerfið og þá spillingu sem þrífst innan þess. Kostir dagakerfisins umfram aflamarkskerfið er að innan þess er ekki brottkast, framhjálöndun og svindl á vigt. Með því að setja ófrjávíkjanlega reglu um allan afla á markað má girða fyrir launaþjófnað, skattsvik og svindl á hafnargjöldum sem sala á afla innan sama fyrirtækis býður upp á. Verðmæti undirmálsfiska sem er landað ætti að renna í ríkissjóð. Úthlutaðir dagar á skip og báta verða óframseljanlegir. Það er mikilvægt að hreinsa fiskveiðar og -vinnslu af þeirri spillingu sem kvótakerfið hefur innleitt. Veiðigjöld innheimt við bryggju Sósíalistar lögðu til að veiðigjöld verði innheimt við löndun, innheimt á jafn einfaldan máta og virðisaukaskattur. Það má meira að segja vel hugsa sér að veiðigjaldið sé það sama og virðisaukinn í dag, eða 24%. Það myndi gefa um 35 milljarða króna á ári í veiðigjöld miðað við verð afla á síðasta ári, en reikna má með að aflaverð hækki þegar allur fiskur fer á markað. Veiðigjöldin renni jafnt til sveitarfélaga og ríkis. Handfæraveiðar gefnar frjálsar Sósíalistar lögðu til að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar fimm veiðidaga í viku að eigin vali frá mars til október. Miðað er við þrjár rúllur þar sem er einn maður um borð en fjórar þar sem eru tveir. Þessar veiðar verða að lúta veðurviðvörun Veðurstofunnar. Aflaheimildir boðnar upp Sósíalistar lögðu til að aflaheimildir í Barentshafi, í Smugunni og annars staðar í úthafinu verði boðnar upp. Í uppboðinu sé gætt jafnræðis og hin fáu stóru geti ekki keypt allt upp og lokað fyrir nýrri og smærri útgerðir. Kaupandinn greiðir verðið fyrir aflaheimildirnar eftir sölu á fiskmarkaði. Sé skipið sem fiskar þessar aflaheimildir að stunda veiðar í dagakerfinu má ef þurfa þykir nýta hugsanlega stoppdaga fyrir þessar veiðar. Stórútgerðin sæti rannsóknum Sósíalistar lögðu til í ljósi Samherjamálsins að fimm stærstu útgerðarfyrirtækin verði rannsökuð til að kanna hvort þar hafi mútum verið beitt, fiskverð falsað, sjómenn hlunnfarnir, skotið undan skatti, arður af rekstrinum og auðlindinni falinn í aflöndum eða brotið með öðrum hætti gegn samfélaginu. Ef stórfelld svik koma í ljós við þessar rannsóknir verður efnt til rannsóknar á næstu fimm útgerðarfyrirtækjum. Sósíalistar bentu á leiðina út Í ljósi aukins áhuga á kvótamálum er mikilvægt að benda á að Sósíalistar greindu ágalla þessa kerfis og bentu á leiðina út svo þjóðin gæti endurheimt auðlindir hafsins af auðhringunum sem hafa sölsað þær undir sig. Markmiðið er að arðurinn af auðlindunum renni til samfélagsins og að byggð verði upp heilbrigð atvinnugrein laus undan spillingu, kúgun og drottnun örfárra yfir fjöldanum. Þetta eru valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Viljum við öflugt samfélag þar grunnstoðirnar sveigjast að hagsmunum almennings eða viljum við verstöð þar sem fáeinir auðhringir láta stjórnmálaflokka, dómskerfi, stjórnsýslu, fjölmiðla og allar mikilvægar stoðir þjóna sér, auka auð sinn og völd? Valið er á milli sósíalískra lausna eða barbarisma, á milli réttláts samfélags almennings eða bananalýðveldis auðvaldsins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningar síðasta haust settu Sósíalistar fram stefnu sína í sjávarútvegsmálum þar sem kom fram að flokkurinn vildi leggja af kvótakerfið. Sósíalistar bentu á að kvótakerfið, sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana, hefði þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings. Kerfið hefur brotið niður byggðir og safnað upp auð örfárra, svo miklum að hann ógnar lýðræðinu og frelsi almennings. Sósíalistaflokkurinn hefur því þá stefnu að leggja niður þetta kerfi og byggja réttlátari umgjörð utan um fiskveiðar og vinnslu. Ný umgjörð þarf að reisa við það sem kvótakerfið braut niður og brjóta upp þá auðhringi sem kvótakerfið bjó til. Fiskimiðin eru almenningur Fyrir kosningar bentu Sósíalistar á að útfærsla landhelginnar og yfirráð landsmanna yfir auðlindum sjávar var forsenda þess að hér byggðist upp öflugt samfélag. Þorskastríðin sem landsmenn háðu á síðustu öld voru hin eiginlega sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar. Með sigri í þeim var sjálfstæði landsins tryggt og grunnurinn lagður að efnahagslegri uppbyggingu. Yfirráð yfir fiskimiðunum var forsenda fyrir því að hér væri hægt að byggja upp trausta innviði og grunnkerfi samfélagsins og forsenda þess að hægt væri að stefna að almennri velferð og velsæld. Sannfæring almennings um mikilvægi þessara markmiða tryggði samstöðu landsmanna í þorskastríðunum og samstaðan tryggði sigur. Þær kynslóðir sem háðu þorskastríðin börðust ekki til þess að fáum áratugum seinna væru fiskimiðin færð í hendur örfárra en lokuð öllum öðrum landsmönnum. Það var ekki markmið almennings að hrekja stórútgerðir annarra þjóða af miðunum til þess eins að þau yrði eign örfárra fjölskyldna og arðurinn rynni fyrst og fremst til örfárra auðkýfinga. Markmiðið var að Íslendingar nýttu fiskimiðin til að byggja hér upp öflugar byggðir, sterk samfélög og blómlegt mannlíf. Sósíalistar bentu á að landsmenn skuldi þeim kynslóðum sem unnu þorskastríðin að leiðrétta þessi rangindi. Og við skuldum komandi kynslóðum að skila þeim frumburðarrétti þeirra, auðlindunum sem eiga að vera sameign fólksins í landinu og nýttar í þágu samfélagsins alls. Íslenskt samfélag er ekki fullvalda þegar fiskimiðin eru undir yfirráðum örfárra. Sósíalistar hvöttu landsmenn til að hefja fjórða þorskastríðið sem fyrst, baráttu til að endurheimta fiskimiðin kringum landið úr höndum auðkýfinga. Auðhringir brotnir upp Sósíalistar bentu á að kvótakerfið hefur búið til lokað, ófrjálst spillingarkerfi stórútgerða sem verður að brjóta upp. Stærstu útgerðirnar ráða yfir of stórum hluta veiðanna og þær stjórna allri virðiskeðjunni, allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til afurðin er seld erlendis. Margsinnis hafa komið fram vísbendingar um að þessi kerfi séu notuð til að skilja sem minnst af arðinum eftir hér heima og fela sem stærstan hluta hans í aflöndum. Sósíalistaflokkurinn lagði til takmarkanir á umfang stórútgerða svo stærstu útgerðirnar verði brotnar upp langsum, að þær verði að kljúfa sig upp í tvö eða fleiri félög. Þetta var lagt til svo draga mætti úr ægivaldi stórútgerðanna yfir byggðunum og til að tryggja fjölbreytileika og nýliðun. Sambærilegt hefur verið gert við fyrirtæki víða erlendis sem vaxið hafa svo að þau ógni samkeppni og lýðræði. Sósíalistar lögðu líka til að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin yrðu brotin upp þversum, þannig að sama fyrirtækið geti ekki veitt fiskinn og selt sjálfu sér aflann, unnið fiskinn og selt sjálfu sér afurðirnar og selt síðan sjálfu sér afurðirnar í útlöndum og falið þar gróðann. Víða um heim hefur verið gripið til slíkra aðgerða. Í raun er staðan sú að nánast óhugsandi er að stórútgerðin kæmist upp með að eigna sér alla virðiskeðjuna í nágrannalöndum okkar. Kvótakerfið bjó til ógnarauð, ekki síst þegar leyfi var gefið til að veðsetja veiðiheimildir ókominna ára. Sá auður var notaður til að mylja undir örfá fyrirtæki megnið af aflaheimildunum og síðan til að brjóta undir sig fyrirtæki í óskyldum greinum og í öðrum löndum. Þetta ógnarvald auðs og valda hefur sýnt sig að vera skaðvaldur í samfélaginu. Og ekki bara hérlendis heldur víða um heim. Það er því eðlileg sjálfsvörn almennings að brjóta þessi fyrirtæki upp. Ísland er einfaldlega of lítið fyrir fyrirtæki af þessari stærð. Ef við tökum dæmi af Samherja, sem er stærsta og voldugasta stórútgerðin, þá myndi það verða klofið upp vegna stærðar sinnar langsum og þversum vegna þess að það drottnar yfir allri virðiskeðjunni. Yfirgangur og frekja þessa fyrirtækis ætti ekki að koma neinum á óvart. Þegar stórfyrirtækjum er leyft að vaxa samfélaginu yfir höfuð þá verða þau að skaðvaldi og það ber að bregðast við þeim sem slíkum. Það er löngu tímabært að þjóðin sýni Samherja hver hefur völdin. Þjóðinni færð eign sín Sósíalistaflokkurinn lagði til að bundið verði í stjórnarskrá að fiskveiðiauðlindin sé eign þjóðarinnar og að þjóðin ákveði sjálf hvernig nýtingu hennar er háttað. Flokkurinn lagði til fiskiþing í hverjum landshluta þar sem sjómenn, fiskverkafólk og almenningur allur settist niður og mótaði fiskveiðistefnuna til lengri tíma. Til að losna við yfirgang útgerða og annarra hagsmunaaðila færi best á því að notað yrði slembival til að velja fulltrúa á þessi þing, annað hvort að öllu leyti eða að stærstu leyti. Samkvæmt tillögu Sósíalista gætu Fiskiþingin kallað eftir upplýsingum og skýrslum sérfræðinga, kallað eftir rannsóknum á áhrifum kvótakerfisins á ólíkar byggðir og stéttir, metið hagræn, vistvæn og félagsleg áhrif mismunandi aðferða við stjórn fiskveiða og sótt allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar þykja. Ekkert segir að öll fiskiþingin þurfi að komast að sömu niðurstöðu og hvert þeirra þarf ekki að leggja til eina lausn. Niðurstaðan getur orðið dagakerfi, aflamark, leiga heimilda eða uppbygging samvinnufélaga, frjálsar handfæraveiðar eða hvað svo sem þingfulltrúar telji að muni nýta afl auðlindanna best svo þær geti byggt upp blómlegt atvinnulíf. Kvótakerfinu lokað Sósíalistar vilja loka kvótakerfinu strax og taka upp dagakerfi fyrir togara og báta þar til fiskiþingin hafa mótað framtíðarstefnu. Það er mikilvægt að höggva strax á aflamarkskerfið og þá spillingu sem þrífst innan þess. Kostir dagakerfisins umfram aflamarkskerfið er að innan þess er ekki brottkast, framhjálöndun og svindl á vigt. Með því að setja ófrjávíkjanlega reglu um allan afla á markað má girða fyrir launaþjófnað, skattsvik og svindl á hafnargjöldum sem sala á afla innan sama fyrirtækis býður upp á. Verðmæti undirmálsfiska sem er landað ætti að renna í ríkissjóð. Úthlutaðir dagar á skip og báta verða óframseljanlegir. Það er mikilvægt að hreinsa fiskveiðar og -vinnslu af þeirri spillingu sem kvótakerfið hefur innleitt. Veiðigjöld innheimt við bryggju Sósíalistar lögðu til að veiðigjöld verði innheimt við löndun, innheimt á jafn einfaldan máta og virðisaukaskattur. Það má meira að segja vel hugsa sér að veiðigjaldið sé það sama og virðisaukinn í dag, eða 24%. Það myndi gefa um 35 milljarða króna á ári í veiðigjöld miðað við verð afla á síðasta ári, en reikna má með að aflaverð hækki þegar allur fiskur fer á markað. Veiðigjöldin renni jafnt til sveitarfélaga og ríkis. Handfæraveiðar gefnar frjálsar Sósíalistar lögðu til að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar fimm veiðidaga í viku að eigin vali frá mars til október. Miðað er við þrjár rúllur þar sem er einn maður um borð en fjórar þar sem eru tveir. Þessar veiðar verða að lúta veðurviðvörun Veðurstofunnar. Aflaheimildir boðnar upp Sósíalistar lögðu til að aflaheimildir í Barentshafi, í Smugunni og annars staðar í úthafinu verði boðnar upp. Í uppboðinu sé gætt jafnræðis og hin fáu stóru geti ekki keypt allt upp og lokað fyrir nýrri og smærri útgerðir. Kaupandinn greiðir verðið fyrir aflaheimildirnar eftir sölu á fiskmarkaði. Sé skipið sem fiskar þessar aflaheimildir að stunda veiðar í dagakerfinu má ef þurfa þykir nýta hugsanlega stoppdaga fyrir þessar veiðar. Stórútgerðin sæti rannsóknum Sósíalistar lögðu til í ljósi Samherjamálsins að fimm stærstu útgerðarfyrirtækin verði rannsökuð til að kanna hvort þar hafi mútum verið beitt, fiskverð falsað, sjómenn hlunnfarnir, skotið undan skatti, arður af rekstrinum og auðlindinni falinn í aflöndum eða brotið með öðrum hætti gegn samfélaginu. Ef stórfelld svik koma í ljós við þessar rannsóknir verður efnt til rannsóknar á næstu fimm útgerðarfyrirtækjum. Sósíalistar bentu á leiðina út Í ljósi aukins áhuga á kvótamálum er mikilvægt að benda á að Sósíalistar greindu ágalla þessa kerfis og bentu á leiðina út svo þjóðin gæti endurheimt auðlindir hafsins af auðhringunum sem hafa sölsað þær undir sig. Markmiðið er að arðurinn af auðlindunum renni til samfélagsins og að byggð verði upp heilbrigð atvinnugrein laus undan spillingu, kúgun og drottnun örfárra yfir fjöldanum. Þetta eru valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Viljum við öflugt samfélag þar grunnstoðirnar sveigjast að hagsmunum almennings eða viljum við verstöð þar sem fáeinir auðhringir láta stjórnmálaflokka, dómskerfi, stjórnsýslu, fjölmiðla og allar mikilvægar stoðir þjóna sér, auka auð sinn og völd? Valið er á milli sósíalískra lausna eða barbarisma, á milli réttláts samfélags almennings eða bananalýðveldis auðvaldsins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun