Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 í flokki yfirstjórnenda eru Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingafélags, og Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, voru verðlaunuð í flokki millistjórnenda og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri AVO, í flokki frumkvöðla.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
- Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
- Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
- Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
- Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures
- Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi