Kyrkingartök barna: Af kynfrelsi og kynfræðslu Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þegar ég var 13 ára krakki gekk yfir einhver undarleg bylgja af nýrri áhættuhegðun í grunnskólanum mínum. Sú hegðun fólst í því að strákarnir voru að taka hvorn annan kyrkingartaki og láta líða yfir sig. Drifkrafturinn virtist vera spenna og staðfesting á tilvist og mikilvægi einstaklingsins meðal jafningja. Svokallað “Rite of passage”. Það hugtak vísar til ákveðinnar þol- eða þrekraunar sem einstaklingur þarf að yfirstíga í sínum menningarheimi til að vera samþykktur meðal jafningja. Á þessum aldri og á þessum tíma í örstutta stund var þolraunin kyrkingartak. Vakti þessi hegðun mikla athygli og hópuðumst við oft í kringum strákana þegar “sýning” var í uppsiglinu. Ég man að það var einn strákur sem bauð sig oftast fram við að vera sá sem var tekinn kyrkingartaki. Hann var utangarðs og átti erfitt uppdráttar. Í dag veit ég, m.a út frá kenningum í þroskasálfræði og mannfræði að rökrétt er að álykta að þarna var barn sem sýndi vanlíðan sína í gegnum alvarlega áhættuhegðun knúna áfram af þörfinni að vera samþykktur meðal samnemenda sinna. Kyrkingartímabilinu lauk svo þegar strákurinn hrundi meðvitundarlaus í gólfið og skallaði harðan marmarann með höfðinu sínu. Höfuðkúla birtist og stækkaði að því virtist hömlulaust fyrir augum okkar. Hann hlaut alvarlegt höfuðhögg. Við vorum öll skelkuð. Í kjölfarið komu þeir fullorðnu inn í þennan nýmótaða menningarkima og fræddu okkur um skaðsemi og alvarleika hegðunarinnar. Í raun lásu þau yfir okkur og létu okkur heyra það þar sem strákurinn hefði geta hlotið langvarandi skaða af. Kyrkingartökunum lauk eftir þetta og höfuðkúla stráksins blessunarlega hjaðnaði. Þessi minning kom upp í hugann þegar tvær fagkonur fóru nýverið að deila um hvers kyns kynfræðsla ætti heima inni hjá grunnskólabörnum. Önnur sagði hina kenna kyrkingartök og gera þannig hættulega og þekkta klámvædda ofbeldishegðun að viðurkenndu viðmiði í kynlífsfræðslu barna. Hin sagðist ekki kenna kyrkingartök heldur einugis svara þeim spurningum sem upp koma eftir bestu getu. Fjölmiðlar og athugasemdarkerfi fóru á flug eftir umræðuna og sitt sýndist hverjum um framkomu fagkvennanna. Það endaði svo á að önnur konan baðst afsökunar á því að hafa sterka skoðun byggða á rökum, rannsóknum og reynslu og myndband af hinni að fræða um kyrkingartök í kynlífi leit dagsins ljós. Áhrif kláms á hugræn ferli barna Margir fengu þá hugsanaskekkju í arf frá því sögulega og menningarlega samhengi sem þeir ólust upp í að virði þeirra væri ákvarðað eftir notagildi þeirra í lífi annara. Sumir eins og strákurinn í dæmisögunni hérna að ofan upphefja virði sitt stundum út frá skemmtanagildi sínu í lífi annarra og þá er voðinn oft vís. Klám er hugrænum ferlum barna hættulegt. Þetta er ekki geðþóttaskoðun lúins og fúins þriðju bylgju femínista heldur þekking byggð á gagnreyndum, margreyndum og sannreyndum rannsóknum. Klám sýnir oftar en ekki konur á þjónandi hátt þar sem ekkert pláss er fyrir nánd, ástúð og mannlega tengingu. Eiginleikar sem skipta t.d. sköpum fyrir þróun tilfinningargreindar og sterkrar sjálfsvitundar barna. Algjört skeytingarleysi um tilfinningar virðist ráðandi í klámi og ofuráhersla er lögð á líkamlega nautn annars aðilans sem nær undantekningarlaust er sískynja hvítur karlmaður. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk undir 18 ára sem horfir á klám einu sinni í viku eða oftar er líklegra til þess að prufa áhættusamara kynlíf án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Þol þeirra fyrir klámefni eykst á þann hátt að sífellt grófara efni er skoðað og þau eru líklegri til að herma eftir því sem klámið sýnir. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem horfa á klám eru líklegri til að brjóta á einhverjum í kynlífi en þeir sem horfa ekki á klám. Íslensk rannsókn á vegum Barnaverndarstofu o.fl. frá 2006 sýndi að 7% stúlkna og 14% drengja sem horfðu á klám einu sinni í viku eða oftar höfðu greitt fyrir inngöngu í partý með kynferðislegum greiða. Tíðni þessara kynferðislegu greiða lækkaði eftir því sem þau horfðu sjaldnar á klám. Áhættuhegðun eða ögrandi kynferðisleg hegðun hjá börnum er ekki undantekningarlaust sammerkt blætishneigð eða annarri heilbrigðri kynhegðun. Þessi hegðun er m.a. algeng í kjölfarið af kynferðisofbeldi, áfalli, tilfinningalegri vanrækslu og heimilisofbeldi í æsku. Börn eru útsettari fyrir að fá alvarlegar hugsanaskekkjur frá klámi þar sem öfgafull og oft hættuleg kynferðisleg viðmið eru venjuvædd og staðfest. Ungt fólk fær þaðan hugmyndir um til hvers er ætlast af þeim í kynlífi og það grefur stórkostlega undan sjálfsvitund barna og kennir þeim og venjuvæðir að stunda kynlíf á forsendum annarra. Forvarna- og fræðsluverkefni Stígamóta Sjúk ást eflir ungt fólk til að eiga samskipti og stunda kyníf á sínum forsendum með jafnrétti, samkennd og sterka sjálfsvitund að leiðarljósi. Þar er á skilmerkilegan hátt fjallað um skaðsemi skeytingarleysis, markaleysis og samskiptaleysis í kynlífi. Þar er einnig frætt um alvarleika kynferðislegra þvingana, t.d. í formi stjórnunar, niðurlægingar og þvingaðs samþykkis. Samþykki er nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft langt frá því að vera einfalt hugtak, hvorki í kenningu né tækni. Suð og tuð um kynlíf er t.d alvarlegt form af þvinguðu samþykki. Þroski, gagnrýnin hugsun og sterk sjálfsvitund efla kynfrelsi einstaklinga Kynfrelsi felst meðal annars í þeirri fullvissu að getað þróað sína kynhegðun í öruggu rými. Að fræða börn er vandmeðfarið því kynhegðun er ferli sem flæðir samhliða þroska. Hugræn ferli barna eru ekki þau sömu og hugræn ferli fullorðinna. Ýmsar upplýsingar, aðstæður, hegðun og atvik sem fullorðnir geta skilið, unnið úr og sett gagnrýna hugsun í er ekki á meðfæri barna. Klámheimur skapar m.a. þessar aðstæður. Það sem fullorðinn einstaklingur lítur á sem örvandi kynferðislegt efni getur verið ofbeldi fyrir barn. Hugræn geta til úrvinnslu upplýsinga, reynsla, aldur og innsæi greinir þarna að. Grunnurinn þarf að vera til staðar áður en hægt er að leggja af stað í skapandi ferðalag. Þegar kemur að kynfræðslu barna finnst mér eftirfarandi atriði þau mikilvægustu: Sjálfsþekking. Hver er ég, hver eru gildi mín, hvað stend ég fyrir og hvað langar mig að prófa? Mörk. Hver eru mín mörk? Hvernig orða ég þau í aðstæðum þar sem ég er óörugg? Traust. Líður mér vel með þessum einstaklingi í þessum aðstæðum? Opin samskipti. Mikilvægi þess að geta talað saman um kynlíf. Heiðarleiki. Hverjar eru þarfirnar mínar og get ég orðað þær? Jafnræði. Mín vellíðan í kynlífi er jafn mikilvæg og þín. Og að lokum, skammarlaus ófrávíkjanleg réttindi til að segja “Nei” á hvaða tímapunkti sem er án þess að það kosti félagslega hnignum eða skömm meðal jafningja. Vissulega hálf leiðinleg og kynþokkalaus viðmið sem þrátt fyrir það hvetja til aukinna mannkosta og gæða í allri gerð samskipta. Öflug, nauðsynleg og mannréttindavæn valdeflingartækni til eflingar sjálfsvitundar barna sem því miður fölnar oft við hliðina á hispurslausri umræðu um kynlífshegðun þeirra sem hafa bæði reynslu og innsæi fullorðinna. Kynfræðsla barna á ekki að þurfa að taka tillit til hagsmunasamtaka blætishneigðra. Hún á að taka tillit til þarfa og úrvinnslugetu barna Gagnrýnin hugsun og öflug sjálfsvitund eru undirstaða heilbrigðrar kynhegðunar. Heilbrigð kynhegðun vísar til þess að þitt kynlíf sé stundað á jafningjagrundvelli og á þínum forsendum þar sem þín mörk eru virt. Kynferðislegt hispursleysi og oft sú valdeflandi umræða sem henni fylgir vekur alltaf athygli og það er oftast gott mál. Hvort að sú umræða eigi heima hjá börnum sem enn eru að læra hvernig óvæginn heimur virkar er síðan annað mál og á engan hátt hafið yfir gagnrýni. Það verður ekki hjá því komist að misbeiting valds og ofbeldi er oft falið undir hatti blætishegðunar. Frásagnir þúsunda þolenda kynferðisafbrota á Íslandi staðfesta það. Kona getur mætt löggjafarvaldinu með heiftarlega áverka sem staðfestir áflog eða árás en gerandi getur sagt að hún hafi viljað þetta í leik og þar af leiðandi er þolandi orðinn ábyrgur fyrir skaða geranda. Allur efi er nær undantekningarlaust geranda í vil í íslensku réttarkerfi þrátt fyrir sjáanlega áverka. Í fullkomnum heimi ætti kynferðislegt ofbeldi ekki að kasta rýrð á blætishneigð eða hegðun í kynlífi þeirra sem sjálfráðir eru en heimurinn er ekki fullkominn. Langt því frá. Réttarstaða brotaþola í kynferðisafbrotamálum á Íslandi staðfestir það. Heimurinn er í raun meingallaður og sendir ótt og títt misvísandi skilaboð til þeirra sem minna meiga sín. Börn virðast verða fyrir sérstöku aðkasti núna. “Sex positive” eða bragðdauf vanilla? Kjarni nútíma kynfrelsis endurspeglast vel í skildi fjórðu bylgju femínisma þar sem áherslan er lögð á “sex positve” viðhorf. Hugmyndin er að enginn ætti að vera dæmdur fyrir kynhegðun sína, þrá eða blæti. Kynhegðun og hvöt kvenna á að vera laus við skömm og þjáningu og konur er hvattar til að ögra feðraveldinu og dirfast að vera virkar kynverur sem njóta kynlífs á sínum forsendum. Hugmyndin er frábær og heillandi en raunveruleikinn er oft annar þar sem við lifum enn í heimi þar sem konur eru sífellt skilyrtar til að þóknast karlmönnum. Klám er einnmitt sá staður sem upphefur þá skaðlegu skilyrðingu. Only Fans síður eru einnig áhugaverður vettvangur til rannsókna. Valdefling þaðan getur því haft falskan hljómgrunn. Þínar forsendur hvað varðar eigin kynhegðun geta verið bæði gleypt og étin af þörfum þeirra sem bæði peninga og völd hafa. Þetta virðist vera ódrepanleg staðreynd sem siglir enn lygnan sjó í viðhorfum og hegðun þeirra sem álíta að kyn sitt sé æðra öðrum kynjum. Kynferðislegt ofbeldi er þegar öllu er á botninn hvolft alvarlegasta og skaðlegasta birtingarform af kynbundnu ofbeldi og Ísland rekur þar enga lest. Flest teljum við að peningar endurspegli árangur en fórnarkostnaðurinn fyrir árangur er misjafn og stundum skaðlegur. Í hröðum og nautnadrifnum heimi þarf opin umræða um fórnarkostnað peningadrifinnar hegðunar að eiga greitt aðgengi að gagnrýnni hugsun og opnum samræðum við samfélagið. Það samtal þarf að eiga sér stað án þess að einstaklingar séu dæmdir íhaldssamir verðir úreltra dyggða sem anga af vanillukeim. Heilbrigð kynhegðun felst ekki í að samþykkja allar blætishneigðir eða blætishegðun án gagnrýni. Heilbrigð kynhegðun felst í persónubundinni og gagnrýnni hugsun á alla hegðun tengda kynlífi þar sem drifkrafturinn á að vera valdefling og vellíðan í kynlífi á eigin forsendum. Engin skömm eða vanilluvæðing á að fylgja því að vera fylginn sjálfum sér. Það má vera að ég virðist hljóma eins og púrítönsk tepra sem kvabbar út í þarfir fjórðu bylgju femínisma þar sem valdefling gengur út á að allt er ok. En eitruð jákvæðni getur líka verið skaðleg og knúið fólk til þess að samþykkja hluti sem það er ekki sammála en gerir það engu að síður til að forðast höfnun eða útskúfun ráðandi hópa. Sagan hefur oft sýnt okkur að það sem var róttækt verður oft ráðandi. Þannig hefjast oft byltingar sem rétta af ranglæti en þannig hafa líka ranghugmyndir og siðferðisleg gjaldþrot átt sér stað í mannkynssögunni. Það er aldrei gott að vera sá sem aðhyllist óblandaða stefnu, sérstaklega þá sem viðkemur hegðun eða siðgæði manna. Gagnrýnin hugsun, heiðarleg samtöl og faglegar rökræður þurfa alltaf að eiga pláss ofar athyglisþörf og kómísku hispursleysi þegar kemur að því hvernig við skiljum okkar félagslega veruleika og skilgreinum ný félagsleg hugtök. Að því sögðu er ég fullviss um það að það er betra að kenna börnum að labba áður en maður fer að troða þeim í maraþon. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þegar ég var 13 ára krakki gekk yfir einhver undarleg bylgja af nýrri áhættuhegðun í grunnskólanum mínum. Sú hegðun fólst í því að strákarnir voru að taka hvorn annan kyrkingartaki og láta líða yfir sig. Drifkrafturinn virtist vera spenna og staðfesting á tilvist og mikilvægi einstaklingsins meðal jafningja. Svokallað “Rite of passage”. Það hugtak vísar til ákveðinnar þol- eða þrekraunar sem einstaklingur þarf að yfirstíga í sínum menningarheimi til að vera samþykktur meðal jafningja. Á þessum aldri og á þessum tíma í örstutta stund var þolraunin kyrkingartak. Vakti þessi hegðun mikla athygli og hópuðumst við oft í kringum strákana þegar “sýning” var í uppsiglinu. Ég man að það var einn strákur sem bauð sig oftast fram við að vera sá sem var tekinn kyrkingartaki. Hann var utangarðs og átti erfitt uppdráttar. Í dag veit ég, m.a út frá kenningum í þroskasálfræði og mannfræði að rökrétt er að álykta að þarna var barn sem sýndi vanlíðan sína í gegnum alvarlega áhættuhegðun knúna áfram af þörfinni að vera samþykktur meðal samnemenda sinna. Kyrkingartímabilinu lauk svo þegar strákurinn hrundi meðvitundarlaus í gólfið og skallaði harðan marmarann með höfðinu sínu. Höfuðkúla birtist og stækkaði að því virtist hömlulaust fyrir augum okkar. Hann hlaut alvarlegt höfuðhögg. Við vorum öll skelkuð. Í kjölfarið komu þeir fullorðnu inn í þennan nýmótaða menningarkima og fræddu okkur um skaðsemi og alvarleika hegðunarinnar. Í raun lásu þau yfir okkur og létu okkur heyra það þar sem strákurinn hefði geta hlotið langvarandi skaða af. Kyrkingartökunum lauk eftir þetta og höfuðkúla stráksins blessunarlega hjaðnaði. Þessi minning kom upp í hugann þegar tvær fagkonur fóru nýverið að deila um hvers kyns kynfræðsla ætti heima inni hjá grunnskólabörnum. Önnur sagði hina kenna kyrkingartök og gera þannig hættulega og þekkta klámvædda ofbeldishegðun að viðurkenndu viðmiði í kynlífsfræðslu barna. Hin sagðist ekki kenna kyrkingartök heldur einugis svara þeim spurningum sem upp koma eftir bestu getu. Fjölmiðlar og athugasemdarkerfi fóru á flug eftir umræðuna og sitt sýndist hverjum um framkomu fagkvennanna. Það endaði svo á að önnur konan baðst afsökunar á því að hafa sterka skoðun byggða á rökum, rannsóknum og reynslu og myndband af hinni að fræða um kyrkingartök í kynlífi leit dagsins ljós. Áhrif kláms á hugræn ferli barna Margir fengu þá hugsanaskekkju í arf frá því sögulega og menningarlega samhengi sem þeir ólust upp í að virði þeirra væri ákvarðað eftir notagildi þeirra í lífi annara. Sumir eins og strákurinn í dæmisögunni hérna að ofan upphefja virði sitt stundum út frá skemmtanagildi sínu í lífi annarra og þá er voðinn oft vís. Klám er hugrænum ferlum barna hættulegt. Þetta er ekki geðþóttaskoðun lúins og fúins þriðju bylgju femínista heldur þekking byggð á gagnreyndum, margreyndum og sannreyndum rannsóknum. Klám sýnir oftar en ekki konur á þjónandi hátt þar sem ekkert pláss er fyrir nánd, ástúð og mannlega tengingu. Eiginleikar sem skipta t.d. sköpum fyrir þróun tilfinningargreindar og sterkrar sjálfsvitundar barna. Algjört skeytingarleysi um tilfinningar virðist ráðandi í klámi og ofuráhersla er lögð á líkamlega nautn annars aðilans sem nær undantekningarlaust er sískynja hvítur karlmaður. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk undir 18 ára sem horfir á klám einu sinni í viku eða oftar er líklegra til þess að prufa áhættusamara kynlíf án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Þol þeirra fyrir klámefni eykst á þann hátt að sífellt grófara efni er skoðað og þau eru líklegri til að herma eftir því sem klámið sýnir. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem horfa á klám eru líklegri til að brjóta á einhverjum í kynlífi en þeir sem horfa ekki á klám. Íslensk rannsókn á vegum Barnaverndarstofu o.fl. frá 2006 sýndi að 7% stúlkna og 14% drengja sem horfðu á klám einu sinni í viku eða oftar höfðu greitt fyrir inngöngu í partý með kynferðislegum greiða. Tíðni þessara kynferðislegu greiða lækkaði eftir því sem þau horfðu sjaldnar á klám. Áhættuhegðun eða ögrandi kynferðisleg hegðun hjá börnum er ekki undantekningarlaust sammerkt blætishneigð eða annarri heilbrigðri kynhegðun. Þessi hegðun er m.a. algeng í kjölfarið af kynferðisofbeldi, áfalli, tilfinningalegri vanrækslu og heimilisofbeldi í æsku. Börn eru útsettari fyrir að fá alvarlegar hugsanaskekkjur frá klámi þar sem öfgafull og oft hættuleg kynferðisleg viðmið eru venjuvædd og staðfest. Ungt fólk fær þaðan hugmyndir um til hvers er ætlast af þeim í kynlífi og það grefur stórkostlega undan sjálfsvitund barna og kennir þeim og venjuvæðir að stunda kynlíf á forsendum annarra. Forvarna- og fræðsluverkefni Stígamóta Sjúk ást eflir ungt fólk til að eiga samskipti og stunda kyníf á sínum forsendum með jafnrétti, samkennd og sterka sjálfsvitund að leiðarljósi. Þar er á skilmerkilegan hátt fjallað um skaðsemi skeytingarleysis, markaleysis og samskiptaleysis í kynlífi. Þar er einnig frætt um alvarleika kynferðislegra þvingana, t.d. í formi stjórnunar, niðurlægingar og þvingaðs samþykkis. Samþykki er nefnilega þegar öllu er á botninn hvolft langt frá því að vera einfalt hugtak, hvorki í kenningu né tækni. Suð og tuð um kynlíf er t.d alvarlegt form af þvinguðu samþykki. Þroski, gagnrýnin hugsun og sterk sjálfsvitund efla kynfrelsi einstaklinga Kynfrelsi felst meðal annars í þeirri fullvissu að getað þróað sína kynhegðun í öruggu rými. Að fræða börn er vandmeðfarið því kynhegðun er ferli sem flæðir samhliða þroska. Hugræn ferli barna eru ekki þau sömu og hugræn ferli fullorðinna. Ýmsar upplýsingar, aðstæður, hegðun og atvik sem fullorðnir geta skilið, unnið úr og sett gagnrýna hugsun í er ekki á meðfæri barna. Klámheimur skapar m.a. þessar aðstæður. Það sem fullorðinn einstaklingur lítur á sem örvandi kynferðislegt efni getur verið ofbeldi fyrir barn. Hugræn geta til úrvinnslu upplýsinga, reynsla, aldur og innsæi greinir þarna að. Grunnurinn þarf að vera til staðar áður en hægt er að leggja af stað í skapandi ferðalag. Þegar kemur að kynfræðslu barna finnst mér eftirfarandi atriði þau mikilvægustu: Sjálfsþekking. Hver er ég, hver eru gildi mín, hvað stend ég fyrir og hvað langar mig að prófa? Mörk. Hver eru mín mörk? Hvernig orða ég þau í aðstæðum þar sem ég er óörugg? Traust. Líður mér vel með þessum einstaklingi í þessum aðstæðum? Opin samskipti. Mikilvægi þess að geta talað saman um kynlíf. Heiðarleiki. Hverjar eru þarfirnar mínar og get ég orðað þær? Jafnræði. Mín vellíðan í kynlífi er jafn mikilvæg og þín. Og að lokum, skammarlaus ófrávíkjanleg réttindi til að segja “Nei” á hvaða tímapunkti sem er án þess að það kosti félagslega hnignum eða skömm meðal jafningja. Vissulega hálf leiðinleg og kynþokkalaus viðmið sem þrátt fyrir það hvetja til aukinna mannkosta og gæða í allri gerð samskipta. Öflug, nauðsynleg og mannréttindavæn valdeflingartækni til eflingar sjálfsvitundar barna sem því miður fölnar oft við hliðina á hispurslausri umræðu um kynlífshegðun þeirra sem hafa bæði reynslu og innsæi fullorðinna. Kynfræðsla barna á ekki að þurfa að taka tillit til hagsmunasamtaka blætishneigðra. Hún á að taka tillit til þarfa og úrvinnslugetu barna Gagnrýnin hugsun og öflug sjálfsvitund eru undirstaða heilbrigðrar kynhegðunar. Heilbrigð kynhegðun vísar til þess að þitt kynlíf sé stundað á jafningjagrundvelli og á þínum forsendum þar sem þín mörk eru virt. Kynferðislegt hispursleysi og oft sú valdeflandi umræða sem henni fylgir vekur alltaf athygli og það er oftast gott mál. Hvort að sú umræða eigi heima hjá börnum sem enn eru að læra hvernig óvæginn heimur virkar er síðan annað mál og á engan hátt hafið yfir gagnrýni. Það verður ekki hjá því komist að misbeiting valds og ofbeldi er oft falið undir hatti blætishegðunar. Frásagnir þúsunda þolenda kynferðisafbrota á Íslandi staðfesta það. Kona getur mætt löggjafarvaldinu með heiftarlega áverka sem staðfestir áflog eða árás en gerandi getur sagt að hún hafi viljað þetta í leik og þar af leiðandi er þolandi orðinn ábyrgur fyrir skaða geranda. Allur efi er nær undantekningarlaust geranda í vil í íslensku réttarkerfi þrátt fyrir sjáanlega áverka. Í fullkomnum heimi ætti kynferðislegt ofbeldi ekki að kasta rýrð á blætishneigð eða hegðun í kynlífi þeirra sem sjálfráðir eru en heimurinn er ekki fullkominn. Langt því frá. Réttarstaða brotaþola í kynferðisafbrotamálum á Íslandi staðfestir það. Heimurinn er í raun meingallaður og sendir ótt og títt misvísandi skilaboð til þeirra sem minna meiga sín. Börn virðast verða fyrir sérstöku aðkasti núna. “Sex positive” eða bragðdauf vanilla? Kjarni nútíma kynfrelsis endurspeglast vel í skildi fjórðu bylgju femínisma þar sem áherslan er lögð á “sex positve” viðhorf. Hugmyndin er að enginn ætti að vera dæmdur fyrir kynhegðun sína, þrá eða blæti. Kynhegðun og hvöt kvenna á að vera laus við skömm og þjáningu og konur er hvattar til að ögra feðraveldinu og dirfast að vera virkar kynverur sem njóta kynlífs á sínum forsendum. Hugmyndin er frábær og heillandi en raunveruleikinn er oft annar þar sem við lifum enn í heimi þar sem konur eru sífellt skilyrtar til að þóknast karlmönnum. Klám er einnmitt sá staður sem upphefur þá skaðlegu skilyrðingu. Only Fans síður eru einnig áhugaverður vettvangur til rannsókna. Valdefling þaðan getur því haft falskan hljómgrunn. Þínar forsendur hvað varðar eigin kynhegðun geta verið bæði gleypt og étin af þörfum þeirra sem bæði peninga og völd hafa. Þetta virðist vera ódrepanleg staðreynd sem siglir enn lygnan sjó í viðhorfum og hegðun þeirra sem álíta að kyn sitt sé æðra öðrum kynjum. Kynferðislegt ofbeldi er þegar öllu er á botninn hvolft alvarlegasta og skaðlegasta birtingarform af kynbundnu ofbeldi og Ísland rekur þar enga lest. Flest teljum við að peningar endurspegli árangur en fórnarkostnaðurinn fyrir árangur er misjafn og stundum skaðlegur. Í hröðum og nautnadrifnum heimi þarf opin umræða um fórnarkostnað peningadrifinnar hegðunar að eiga greitt aðgengi að gagnrýnni hugsun og opnum samræðum við samfélagið. Það samtal þarf að eiga sér stað án þess að einstaklingar séu dæmdir íhaldssamir verðir úreltra dyggða sem anga af vanillukeim. Heilbrigð kynhegðun felst ekki í að samþykkja allar blætishneigðir eða blætishegðun án gagnrýni. Heilbrigð kynhegðun felst í persónubundinni og gagnrýnni hugsun á alla hegðun tengda kynlífi þar sem drifkrafturinn á að vera valdefling og vellíðan í kynlífi á eigin forsendum. Engin skömm eða vanilluvæðing á að fylgja því að vera fylginn sjálfum sér. Það má vera að ég virðist hljóma eins og púrítönsk tepra sem kvabbar út í þarfir fjórðu bylgju femínisma þar sem valdefling gengur út á að allt er ok. En eitruð jákvæðni getur líka verið skaðleg og knúið fólk til þess að samþykkja hluti sem það er ekki sammála en gerir það engu að síður til að forðast höfnun eða útskúfun ráðandi hópa. Sagan hefur oft sýnt okkur að það sem var róttækt verður oft ráðandi. Þannig hefjast oft byltingar sem rétta af ranglæti en þannig hafa líka ranghugmyndir og siðferðisleg gjaldþrot átt sér stað í mannkynssögunni. Það er aldrei gott að vera sá sem aðhyllist óblandaða stefnu, sérstaklega þá sem viðkemur hegðun eða siðgæði manna. Gagnrýnin hugsun, heiðarleg samtöl og faglegar rökræður þurfa alltaf að eiga pláss ofar athyglisþörf og kómísku hispursleysi þegar kemur að því hvernig við skiljum okkar félagslega veruleika og skilgreinum ný félagsleg hugtök. Að því sögðu er ég fullviss um það að það er betra að kenna börnum að labba áður en maður fer að troða þeim í maraþon. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar