Elti draumana til London og samdi svo lag um óvissuna við að fullorðnast Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 18:01 Vilberg Andri Pálsson. Vilberg Andri Pálsson gefur út á miðnætti í dag lagið Kílómetrar. Vilberg er leiklistarnemi úti í London og tónlistarmaður og gerði hann einnig stuttmynd með sama nafni sem kemur út síðar á árinu en hefur nú þegar hlotið verðlaun. „Lagið fjallar um vináttu og óvissuna við að fullorðnast. Byggt á upplifunum mínum þegar ég flutti frá Íslandi til þess að hefja nám í Englandi í þrjú ár,“ segir Vilberg í samtali við Lífið. Vilberg vann lagið Kílómetrar ásamt Reyni Snæ Magnússyni gítarleikara og pródúsenti, Samúel Samúelssyni básúnuleikara og Jakobi van Oosterhout trompetleikara síðasta sumar. „Lagið var samið samhliða samnefndri stuttmynd sem ég og félagi minn Óli Gunnar Gunnarsson skrifuðum, leikstýrðum og lékum í.“ Texti lagsins er persónulegur en Kílómetrar er fyrsta lagið sem Vilberg Andri sendir frá sér. „Textinn er byggður af miklu leyti upp úr upplifun minni við að flytja til Englands frá Íslandi. Fyrir mér fangar lagið andrúmsloftið þegar vinirnir skutluðu mér uppá Keflavíkurflugvöll þegar ég var að flytja út. Við vissum allir að við myndum ekki hittast fyrr en eftir marga mánuði en það var lítið sagt. Milli stuttu einkabrandaranna var löng þögn þar sem allir stara á malbikið fyrir framan bílinn.“ Vilberg er að vinna að fleiri lögum og stefnir á að gefa út fleiri lög á árinu og svo heila plötu í náinni framtíð. En það er líka mikið af dóti með leiklistina sem ég er að vinna í. Það eru mörg járn í eldinum. „Stuttmyndin fjallar um tvo unga æskuvini, nýútskrifaða úr menntaskóla. Ævar kemur frá erfiðri fjölskyldu og er flugklár arkitekt á leiðinni út í nám til Hollands á meðan Birkir hefur fengið allt upp í hendurnar og er að fara í nám við HÍ næsta haust. Myndin fjallar, eins og lagið, um vináttu, samskipti og óvissuna við að fullorðnast. Byggt á reynslu okkar Óla við að flytja til Englands í þrjú ár,“ útskýrir Vilberg. „Við fengum mikinn innblástur úr myndinni Before Sunrise með Ethan Hawke og Julie Delpy sem fjallar um tvo karaktera frá ólíkum heimum sem hittast í Vín og eyða kvöldinu saman. Ekkert action, engir aðrir karakterar, nánast ekkert klippt. Bara tvær persónur að tala saman í einn og hálfan tíma en samt hélt myndin okkur allan tíman. Stuttmyndin okkar hefur verið sýnd á fjórum kvikmynda- og stuttmyndahátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum og unnið 1 verðlaun fyrir bestu leikara á independent shorts awards í LA, Flickfair Festival, Independent Shorts Awards í Los Angeles, New York Indie Shorts Awards og er núna í sýningu á Florence Film Awards. Við Óli vildum gera íslenskt efni fyrir íslendinga og það er eitthvað sem ég vildi gera með lagið líka. Ég vona að fólk njóti lagsins og stuttmyndarinnar þegar hún kemur út seint á þessu ári.“ View this post on Instagram A post shared by O li Gunnar Gunnarsson (@oligunnar99) Vilberg fékk snemma áhuga á tónlist og leiklist. Hann ólst upp við breskt rokk eins og Rolling Stones, Pink Floyd og Bítlana ásamt íslenskri klassík eins og Bubba Morthens, Sálina hans Jóns míns, Nýdönsk og Suðmenn. „En fyrsta tónverkið sem ég man að heillaði mig var Pétur og Úlfurinn eftir Sergei Prokofiev, þegar ég var bara pínulítill. Mér fannst og finnst það heillandi að nota tónlist til að segja sögur, búa til persónur og mála myndir og andrúmsloft. Áhugi minn fyrir tónlist leiddi mig held ég út í leiklistina. Amma fór með mig að sjá söngleiki í leikhúsunum og ég man sérstaklega eftir að ég sá Vesalingana í uppsetningu Þjóðleikhússins þrettán ára gamall árið 2012. Ég man eftir að hafa séð Egil Ólafs taka aðalnúmerið í sýningunni og hugsað með sjálfum mér: „Já, mig langar að gera svona.“ Ég lék svo fyrst í söngleikjum í grunnskólanum á Seltjarnarnesi þegar ég var 15 ára, fór svo líka að hafa áhuga á meiri pjúra drama seinna meir en ég hef ekki hætt að leika síðan.“ Hann fór svo út til London að læra leiklist. „Leiklistarnámið getur verið „intense“ en það er alltaf gaman. Það er lagt mikið upp úr því að komast í tengsl við barnið í sjálfum þér og að stíga út fyrir þægindarammann, leyfa sér að taka áhættur og mistakast. Svo fær maður alskonar smakk af öllum hliðum leiklistarinnar, við gerum alskonar leikrit úr öllum áttum af öllum gerðum, útvarpsleikrit, talsetningar, kvikmyndaleik, spunaleik, trúðaleik og margt fleira. Við förum líka í hreima, sem er minna á Íslandi en er mjög áhugavert. Það er alltaf fyndið að sjá hvað fólk furðast af Íslenska tungumálinu og hreimnum. Ég er oft notaður sem sirkusdýr í þeim tímum og samnemendur og kennarar gapa af undrum þegar ég tala á innsoginu, sem er víst al-íslenskt, eða þegar ég ber fram tvöfalt L eins og í kall.“ View this post on Instagram A post shared by Vilberg Andri Palsson (@vilberg_andri) Lífið í London er frábært að sögn Vilbergs. „„Furðulega svipað Íslandi finnst mér. Mér finnst sjást hvað menningin okkar er dregin frá þeim. Þó ólíkt Íslandi er mikill fjölbreytileiki á fólki í London sem mér finnst svo gaman. Fólk frá öllum heiminum með alskonar sögur og mismunandi álit á heiminum en það sem ég er vanur. Það er menningarsjokk en ótrúlega þroskandi,“ segir Vilberg. Vilberg stefnir þó á að flytja aftur til Íslands eftir einhver ár. „Ég er mjög heimakær og sem nánast öll lögin mín á Íslensku. Ég hugsa að tónlistin verði alltaf heima, þó ég sé opinn fyrir öllum tækifærum. Mig langar hinsvegar samt að spreyta mig aðeins hérna úti í leiklistinni hvernig sem það verður. En draumurinn var alltaf Borgarleikhúsið eða Þjóðleikhúsið og ég hugsa að ég stefni á það, hvort sem ég verð 25 eða 55. Svo eru margir góðir vinir mínir leikarar/leikstjórar/höfundar eins og til dæmis Óli Gunnar sem skrifaði stuttmyndina með mér. Ég veit að við munum gera meira Íslenskt efni í framtíðinni og það er allskonar efni nú þegar í vinnslu.“ Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Lagið fjallar um vináttu og óvissuna við að fullorðnast. Byggt á upplifunum mínum þegar ég flutti frá Íslandi til þess að hefja nám í Englandi í þrjú ár,“ segir Vilberg í samtali við Lífið. Vilberg vann lagið Kílómetrar ásamt Reyni Snæ Magnússyni gítarleikara og pródúsenti, Samúel Samúelssyni básúnuleikara og Jakobi van Oosterhout trompetleikara síðasta sumar. „Lagið var samið samhliða samnefndri stuttmynd sem ég og félagi minn Óli Gunnar Gunnarsson skrifuðum, leikstýrðum og lékum í.“ Texti lagsins er persónulegur en Kílómetrar er fyrsta lagið sem Vilberg Andri sendir frá sér. „Textinn er byggður af miklu leyti upp úr upplifun minni við að flytja til Englands frá Íslandi. Fyrir mér fangar lagið andrúmsloftið þegar vinirnir skutluðu mér uppá Keflavíkurflugvöll þegar ég var að flytja út. Við vissum allir að við myndum ekki hittast fyrr en eftir marga mánuði en það var lítið sagt. Milli stuttu einkabrandaranna var löng þögn þar sem allir stara á malbikið fyrir framan bílinn.“ Vilberg er að vinna að fleiri lögum og stefnir á að gefa út fleiri lög á árinu og svo heila plötu í náinni framtíð. En það er líka mikið af dóti með leiklistina sem ég er að vinna í. Það eru mörg járn í eldinum. „Stuttmyndin fjallar um tvo unga æskuvini, nýútskrifaða úr menntaskóla. Ævar kemur frá erfiðri fjölskyldu og er flugklár arkitekt á leiðinni út í nám til Hollands á meðan Birkir hefur fengið allt upp í hendurnar og er að fara í nám við HÍ næsta haust. Myndin fjallar, eins og lagið, um vináttu, samskipti og óvissuna við að fullorðnast. Byggt á reynslu okkar Óla við að flytja til Englands í þrjú ár,“ útskýrir Vilberg. „Við fengum mikinn innblástur úr myndinni Before Sunrise með Ethan Hawke og Julie Delpy sem fjallar um tvo karaktera frá ólíkum heimum sem hittast í Vín og eyða kvöldinu saman. Ekkert action, engir aðrir karakterar, nánast ekkert klippt. Bara tvær persónur að tala saman í einn og hálfan tíma en samt hélt myndin okkur allan tíman. Stuttmyndin okkar hefur verið sýnd á fjórum kvikmynda- og stuttmyndahátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum og unnið 1 verðlaun fyrir bestu leikara á independent shorts awards í LA, Flickfair Festival, Independent Shorts Awards í Los Angeles, New York Indie Shorts Awards og er núna í sýningu á Florence Film Awards. Við Óli vildum gera íslenskt efni fyrir íslendinga og það er eitthvað sem ég vildi gera með lagið líka. Ég vona að fólk njóti lagsins og stuttmyndarinnar þegar hún kemur út seint á þessu ári.“ View this post on Instagram A post shared by O li Gunnar Gunnarsson (@oligunnar99) Vilberg fékk snemma áhuga á tónlist og leiklist. Hann ólst upp við breskt rokk eins og Rolling Stones, Pink Floyd og Bítlana ásamt íslenskri klassík eins og Bubba Morthens, Sálina hans Jóns míns, Nýdönsk og Suðmenn. „En fyrsta tónverkið sem ég man að heillaði mig var Pétur og Úlfurinn eftir Sergei Prokofiev, þegar ég var bara pínulítill. Mér fannst og finnst það heillandi að nota tónlist til að segja sögur, búa til persónur og mála myndir og andrúmsloft. Áhugi minn fyrir tónlist leiddi mig held ég út í leiklistina. Amma fór með mig að sjá söngleiki í leikhúsunum og ég man sérstaklega eftir að ég sá Vesalingana í uppsetningu Þjóðleikhússins þrettán ára gamall árið 2012. Ég man eftir að hafa séð Egil Ólafs taka aðalnúmerið í sýningunni og hugsað með sjálfum mér: „Já, mig langar að gera svona.“ Ég lék svo fyrst í söngleikjum í grunnskólanum á Seltjarnarnesi þegar ég var 15 ára, fór svo líka að hafa áhuga á meiri pjúra drama seinna meir en ég hef ekki hætt að leika síðan.“ Hann fór svo út til London að læra leiklist. „Leiklistarnámið getur verið „intense“ en það er alltaf gaman. Það er lagt mikið upp úr því að komast í tengsl við barnið í sjálfum þér og að stíga út fyrir þægindarammann, leyfa sér að taka áhættur og mistakast. Svo fær maður alskonar smakk af öllum hliðum leiklistarinnar, við gerum alskonar leikrit úr öllum áttum af öllum gerðum, útvarpsleikrit, talsetningar, kvikmyndaleik, spunaleik, trúðaleik og margt fleira. Við förum líka í hreima, sem er minna á Íslandi en er mjög áhugavert. Það er alltaf fyndið að sjá hvað fólk furðast af Íslenska tungumálinu og hreimnum. Ég er oft notaður sem sirkusdýr í þeim tímum og samnemendur og kennarar gapa af undrum þegar ég tala á innsoginu, sem er víst al-íslenskt, eða þegar ég ber fram tvöfalt L eins og í kall.“ View this post on Instagram A post shared by Vilberg Andri Palsson (@vilberg_andri) Lífið í London er frábært að sögn Vilbergs. „„Furðulega svipað Íslandi finnst mér. Mér finnst sjást hvað menningin okkar er dregin frá þeim. Þó ólíkt Íslandi er mikill fjölbreytileiki á fólki í London sem mér finnst svo gaman. Fólk frá öllum heiminum með alskonar sögur og mismunandi álit á heiminum en það sem ég er vanur. Það er menningarsjokk en ótrúlega þroskandi,“ segir Vilberg. Vilberg stefnir þó á að flytja aftur til Íslands eftir einhver ár. „Ég er mjög heimakær og sem nánast öll lögin mín á Íslensku. Ég hugsa að tónlistin verði alltaf heima, þó ég sé opinn fyrir öllum tækifærum. Mig langar hinsvegar samt að spreyta mig aðeins hérna úti í leiklistinni hvernig sem það verður. En draumurinn var alltaf Borgarleikhúsið eða Þjóðleikhúsið og ég hugsa að ég stefni á það, hvort sem ég verð 25 eða 55. Svo eru margir góðir vinir mínir leikarar/leikstjórar/höfundar eins og til dæmis Óli Gunnar sem skrifaði stuttmyndina með mér. Ég veit að við munum gera meira Íslenskt efni í framtíðinni og það er allskonar efni nú þegar í vinnslu.“
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira