Djokovic hótar því að keppa ekki á Wimbledon eða Opna franska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Novak Djokovic er frábær tennisspilari en andstaða hans við að láta bólusetja sig gæti haft mikil áhrif á framhald ferilsins. Getty/Daniel Pockett Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hefur veitt fyrsta viðtalið sitt eftir að hafa verið rekinn úr landi af Áströlum í síðasta mánuði. Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira
Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Sjá meira