Djokovic hótar því að keppa ekki á Wimbledon eða Opna franska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Novak Djokovic er frábær tennisspilari en andstaða hans við að láta bólusetja sig gæti haft mikil áhrif á framhald ferilsins. Getty/Daniel Pockett Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hefur veitt fyrsta viðtalið sitt eftir að hafa verið rekinn úr landi af Áströlum í síðasta mánuði. Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum. Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum.
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira