Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega stóð til að opna veginn um Hellisheiði klukkan átta en því varð að fresta.
Eftir snjókomu síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hlánað mikið og varar Vegagerðin við stórum pollum sem hafa myndast víða, meðal annars í Ártúnsbrekku og í Engidal í Hafnarfirði.
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður en varað er við því að mjög þröngt sé á köflum, sérstaklega við Esjumela þar sem nú er unnið að mokstri.
Að öðru leyti er vetrarfærð víðast hvar á landinu en nánari upplýsingar er að finna á færðarkorti Vegagerðarinnar.