Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Suðausturlandi og miðhálendinu vegna hvassviðris eða storms. Klukkan sjö í fyrramálið verður einungis eftir viðvörun vegna Suðausturlands sem er í gildi til klukkan 17.
„Hitinn rétt lufsast yfir frostmark og þetta verður hugsanlega bara slydda. Þannig að snjórinn sem núna er kominn bráðnar ekki og svo frystir bara aftur þegar þetta er búið og það er útlit fyrir kuldatíð og eitthvað meiri snjó nánast eins lagt og séð verður,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þó verði þetta líklega síðasti stormur vikunnar. Haraldur ráðleggur fólki eindregið að taka fram skófluna og moka í kvöld og hugsanlega fram eftir degi á morgun áður en það frystir aftur og snjórinn verður grjótharður.