Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Ólafur Stephensen skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Blóm Neytendur Valentínusardagurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun