Innlent

Víða lokað og þungfært

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landsmenn ættu að undirbúa sig fyrir hæga umferð í allan dag og fram á morgun.
Landsmenn ættu að undirbúa sig fyrir hæga umferð í allan dag og fram á morgun.

Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu og þungfært sums staðar. Fréttastofu hafa borist fregnir af því að sumir íbúar eigi erfitt að komast af stað í vinnuna, þar sem erfitt er að koma bifreiðum úr stæðum.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er lokað á Kjalarnesi, Mosfellsheiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er Krýsuvíkurvegur einnig lokaður. Vegna lokunarinnar á Kjalarnesi eru Hvalfjarðargöng lokuð til suðurs.

Vetrarfærð er víðast hvar á landinu.

Á Vesturlandi er snjóþekja víðast hvar og þungfært í Brattabrekku. Á Norðausturlandi er hálka og hálkublettir á vegum og eitthvað um snjóþekju. Sömu sögu er að segja um Austurland en þó er greiðfært frá Höfn að Breiðdalsvík. Þungfært er fyrir Vattarnes.

Á Suðausturlandi er hálka á vegum.

Veðurstofa varar við því að Hellisheiðin, Þrengslin, Mosfellsheiði og vegurinn um Kjalarnes verði á óvissustigi í dag og í nótt og jafnvel verði lokið fram á morgun.

Nánari upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×