Verbúðin er enn okkar saga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 07:00 Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun