Við viljum bara einfaldara líf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 06:00 Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Með einfaldara lífi á ég við að fólk fái auðveldlega þjónustu, á sínum forsendum. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að þekkja síló borgarkerfisins til að vita hvert leita þarf eftir þjónustu. Við viljum bara auðveldlega geta óskað eftir henni, að það sé skýrt hvaða þjónustu við megum eiga von á. Svo viljum við einfalda leið til að láta vita ef þjónustan er ekki í samræmi við væntingar okkar. Í því augnamiði opnuðum við t.d. rafræna velferðarþjónustumiðstöð um áramótin, þvert á hverfi. Þjónusta út frá forsendum borgarbúa Það eru mörg skref í því fólgin að einfalda þjónustuna. Eitt skrefið var að taka upp nýja þjónustustefnu, sem ég hef leitt innleiðingu á. Þjónustustefnan byggir á að setja notendur og borgarbúa alltaf í forgrunn og hanna aðgengi að allri þjónustu út frá fólkinu en ekki kerfinu. Einföld starfræn skref Annað skref voru stóru rafrænu skrefin til að gera lífið einfaldara. Bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifaði fyrir helgi grein um nýju rafrænu fjárhagsaðstoðina sem sveitarfélög víða um land eru nú að taka upp. Það er kerfi sem byggir á hönnun fyrir Reykjavíkurborg og var hér tekið í notkun árið 2019. Með vaxandi atvinnuleysi á Covid tímum höfum við séð hvað það er miklu einfaldara fyrir Reykvíkinga að nýta sér þetta umsóknarkerfi og hvað hægt er að afgreiða umsóknir og veita þjónustu hraðar. Þetta ferli er ákveðið módel fyrir stafrænu byltinguna og sýnir hvers má vænta út um allt borgarkerfi. Nýjasta stóra stafræna skrefið einfaldar til muna öll samskipti vegna þjónustu við aldraða og fatlaða. Kerfið sem á nú að innleiða heldur utan um daglega þjónustu í heimaþjónustu- og heimahjúkrun og innan búsetukjarna. Með þessu verða allar boðleiðir einfaldari á milli borgarinnar, þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Þetta er stórt velferðartækniskref, eitt af mörgum þar sem stafrænar lausnir eru að einfalda lífið. Önnur stafræn skref sem eru í vinnslu eru ný umsóknarkerfi fyrir leik- og grunnskóla og einföldun á kerfum fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa. Og einfaldari skref, eins og birting raunupplýsinga um hversu mörg eru í sundlaugum borgarinnar á hverjum tíma. Einfaldari skipulagsmál Rafrænu skrefin eru mikilvæg til að einfalda lífið. En við þurfum að hugsa stærra en það. Á þessu kjörtímabili höfum við unnið að nýju hverfaskipulagi fyrir hverfi borgarinnar. Þau hafa fengið mesta athygli fyrir tillögur að ákveðnum þéttingum. En mesta umbyltingin með hverfaskipulaginu er að með því er búið að afmarka betur hvað húseigendur mega og þá mega ekki gera við eignir sínar og einfalda verulega skipulagsferli vegna breytinga við þær. Einfaldari þjónusta heim Reykjavíkurborg hefur um hríð verið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þróa betur samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Þetta er gríðarlega mikilvæg samþætting þjónustu. Fyrir þau sem þjónustuna fá á ekki að skipta máli hvort launagreiðsla starfsmanna komi frá ríki eða borg og hvort stjórnsýslustigið sé að veita þjónustuna. Það sem skiptir máli er að ríki og borg tali saman og viti hvaða þjónustu viðkomandi þarf og vill, til að geta búið í öryggi eigin heimilis eins lengi og hægt er. Önnur sveitarfélög og heilsugæslan ættu að líta til þessa samstarfs. Það liggja að mínu mati mikil tækifæri í samþættri þjónustu við fólk í heimahúsum. Tækifæri til að bæta samfellda einstaklingsbundna þjónustu út frá þörfum íbúa en þá verður líka stafræna þróunin að fylgja með. Þetta eru bara nokkur dæmi um leiðir til að einfalda lífið okkar. Flækjur lífsins eru nógu miklar til að það bætist ekki ofan á að þurfa að sigla í gegnum flækjur hins opinbera. Úr þeim flækjum viljum við leysa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun