Reyna að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 11:31 Úkraínskur hermaður tekur þátt í heræfingu á fimmtudag. Úkraínskt herlið er í viðbragðsstöðu vegna viðveru rússneskra hermanna við landamæri ríkjanna tveggja. Vyacheslav Madiyevskyy/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Minnst átta Íslendingar eru nú í Úkraínu þar sem mikið óvissuástand ríkir vegna mögulegrar innrásar Rússa í landið. Utanríkisþjónustan hvetur Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“ Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“
Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44